Air France auglýsir „WOW“

airfrance wow

Tilboðshorn flugfélaganna bera ýmis heiti og nú reyna markaðsmenn stærsta flugfélag Frakklands að ná athyglinni með því að segja vá! á hverjum föstudegi.
Ennþá flýgur flugfélagið Air France ekki hingað til lands en leiðakerfi félagsins nær hins vegar til nærri allrar Evrópu og vafalítið eru ófáir íslenskir farþegar um borð í vélum félagsins í hverri einustu viku. Flugtilboð félagsins gætu því hitt í mark hjá einhverjum hér á landi og þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með þeim ættu að fylgjast með nýrri tilboðssíðu félagsins sem ber hið kunnulega heiti WOW.  Markaðsmenn Air France ætla nefnilega að reyna að ná eyrum fleiri farþega með því að kalla Vá! á hverjum föstudegi og bjóða farmiða til eins áfangastaðar á niðursettu verði.
WOW eða Vá er vissulega ekki orð sem forsvarsmenn íslenska lággjaldaflugfélagsins en nokkuð sérstakt að nú skuli Air France notast við þetta heiti líka því óbeint keppast flugflugfélögin tvö um farþegar á leið milli Parísar og N-Ameríku. Það vekur líka athygli að hönnuðir Air France hafa farið sömu leið og þeir sem teiknuðu lógó WOW air á sínum tíma og sett mynd af flugvél inn í O-ið eins og sjá má hér fyrir ofan. Litavalið er líka keimlíkt, því þau hjá Air France hafa valið bleikt á meðan fjólublár er einkennislitur WOW air.