Allir farþegar í skoðun ef Schengen fellur niður

fle 860

Það kann að hafa töluverð áhrif í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ef Schengen samstarfið líður undir lok líkt og ráðamenn í Evrópu hafa látið í veðri vaka. Það kann að hafa töluverð áhrif í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ef Schengen samstarfið líður undir lok líkt og ráðamenn í Evrópu hafa látið í veðri vaka.
Í kjölfar hryðjuverkanna í París í síðustu viku lokuðu Frakkar landamærum sínum og fleiri lönd, sem eiga hlutdeild að Schengensamningnum, hafa einnig aukið vegabréfaeftirlit. Schengen samstarfið á því í vök að verjast og í viðtali við Í bítið á Bylgjunni sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, að ef fram heldur sem horfir væri væri Schengen úr sögunni.

Allir að sýna passana

Ísland hefur verið hluti af Schengen svæðinu síðan í ársbyrjun 2001 og er suðurbygging Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar m.a. hönnuð með tilliti til þess að aðskilja þarf farþega sem koma frá löndum utan Schengen-svæðisins frá farþegum sem ferðast innan þess. Farþegar í fyrri hópnum verða að fara í sýna vegabréf við komuna til landsins öfugt við hina farþegana. Aðspurður um hvaða afleiðingar það myndi hafa á starfsemi Keflavíkurflugvallar, ef Schengen samstarfið liði undir lok, segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, að líklegast þyrftu þá allir sem inn í landið kæmu að gangast undir vegabréfaskoðun. Þeir sem væru á leið til útlanda yrðu þó aðeins að sýna passana sína á þeim flugvelli sem ferðinni væri heitið til. Guðni segir að ef þessar breytingar yrðu að veruleika myndi vegabréfaskoðunin líklegast vera á sama stað og hún er í dag en uppsetningu yrði breytt. 

Hefði ólíklega áhrif á tengiflug

Um helmingur farþega Icelandair millilendir aðeins hér á landi á ferð sinni yfir hafið og hlutfall þess háttar farþega er einnig hátt hjá WOW air. Þessir skiptifarþegar stoppa aðeins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í einn til tvo tíma og það myndi standa tæpt ef þeir þyrftu allir í vegabréfaskoðun við komuna hingað. Það er þó ekki víst að sú krafa verði gerð því að sögn Guðna er það þannig í dag að farþegar sem koma frá löndum utan Schengen og eiga að halda áfram í flugi til annars lands þurfa ekki að fara í gegnum landamæraeftirlit hér.