Bestu pylsurnar í London

pylsur london

Stórborgirnar hafa fyllst af metnaðarfullum hamborgarabúllum síðustu ár en nú er röðin kannski komin að pylsusölunum.

Með fullri virðingu fyrir þessari hefðbundnu SS-pylsu í brauði þá er hægt að gera svo miklu, miklu betri útgáfur af þessu ljómandi skyndibita sem pylsan er. Þeir sem efast um það en eiga leið um London á næstunni ættu að taka hús á þessum sjö pylsusjopppum sem útsendarar Esquire tímaritsins telja þær bestu í heimsborginni. 

Fjöldi áætlunarferða til London

Pylsuáhugamenn sem vilja sannreyna þessa niðurstöðu Esquire geta líklega fundið ódýrt far til borgarinnar á næstu vikum því þangað er flogið hátt í sextíu sinnum í viku yfir vertrarmánuðina og fjögur flugfélög skipta með sér ferðunum. Samkeppnin á flugleiðinni er því meiri en farþegar hér á landi eiga að venjast.