Samfélagsmiðlar

Breiðþotur WOW munu nýtast í flug til fjölda áfangastaða

skuli mogensen wow

Tveir áfangastaðir á vesturströnd Bandaríkjanna eru forsenda þess að ná sem mestu út úr nýjum breiðþotum WOW air. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, segir félagið ganga það vel að ekki sé þörf á meðeigendum.

Frá og með næsta sumri mun WOW air bjóða upp flug til Los Angeles og San Francisco líkt og tilkynnt var í gær. Að hefja áætlunarflug til þessara tveggja stórborga á vesturströnd Bandaríkjanna á sama tíma er eitt allra stærsta stökk sem WOW air hefur tekið og leit er að hliðstæðum dæmum í íslenskri flugsögu.

SAS og Norwegian, tvö stærstu flugfélög Norðurlanda, hafa bætt þessum tveimur áfangastöðum við leiðakerfi sín síðustu misseri og hafa þær ákvarðanir fengið töluvert umtal í skandinavísku ferða- og viðskiptapressunni enda kallar flug til vesturstrandar Bandaríkjanna á miklar fjárfestingar. Því er til að mynda haldið fram að SAS þurfi að bæta við sig nokkrum tugum áhafnarmeðlima til að manna hverja af þeim fjórum Airbus 330 breiðþotum sem félagið mun brátt taka í gagnið.

WOW air ætlar að leigja þrjár þess háttar þotur til að fljúga með sína farþega til Los Angeles og San Francisco og yrði því líklega bæta við sig ríflega hundrað áhafnarmeðlimum bara fyrir nýju vélarnar þrjár. Það liggur því beinast við að spyrja Skúla Mogensen, forstjóra og eiganda, WOW air hvernig flugfélagið hans geti hafið flug til beggja þessara áfangastaða á einu bretti. Skúli segir að til að ná hámarks nýtingu á nýju flugvélunum þá hafi þurft að bæta við tveimur áfangastöðum á vesturströndinni en hann segir að vélarnar muni líka nýtast til að auka sætaframboð til Washington og Boston en þangað munu vélar WOW air fljúga daglega á næsta ári.

Forstjórinn bendir jafnframt á að staðsetning Íslands sé lykilatriði. „Á meðan SAS verður að fylla heila þotu í Stokkhólmi til að geta flogið til Los Angeles þá getum við flogið með farþegar alls staðar úr Evrópu til Íslands og þaðan áfram til Los Angeles.

Munurinn á Icelandair og WOW kemur fram í Montrealfluginu

Rekstur Icelandair hefur um áratugaskeið byggst upp á þessu módeli en miðað við áform næsta árs ætlar WOW air að saxa verulega á forskot Icelandair á næstu misserum. Bæði félög munu t.a.m. að hefja flug til Montreal í Kanada í maí nk. og fljúga þangað fjórum sinnum í viku. Icelandair þó aðeins frá vori og fram á haust en WOW air allt árið um kring.

Að mati Skúla endurspeglist munurinn á viðskipamódelum flugfélaganna tveggja í þessu dæmi. „Við seljum nær alla okkar farmiða á netinu, erum í beinum samskiptum við viðskiptavinina og getum betur stillt af verðin en þeir sem selja í gegnum þriðja aðila. Lággjaldamódelið er búið að sanna sig í flugi innan N-Ameríku, Asíu og Evrópu og það virkar líka í flugi yfir hafið líkt og við höfum sýnt fram á. Við teljum því að núna sé rétti tímapunkturinn til að taka næstu skref og sjáum tækifæri í að fjölga áfangastöðum í N-Ameríku og Evrópu.”

Að sögn Skúla verða nýju breiðþoturnar einnig nýttar til að flytja enn fleiri farþega á stærstu áfangastaði WOW í Evrópu, það er London, Kaupmannahöfn, París og Amsterdam. Hann telur að einnig verði not fyrir stærri vélar í fluginu til Dublin en sú borg bættist við leiðakerfi WOW sl. vor og hefur flugið þangað gengið mjög vel. Eins er ekki útilokað að tvær stærstu flughafnir Þýskalands, Frankfurt og Munchen, bætist í nánustu framtíð við leiðakerfi WOW en þessar tvær borgir eru helsta vígi Lufthansa og þangað flýgur Icelandair allt árið um kring.

Hefja þarf stækkun flugstöðvarinnar

Skortur á afgreiðslutímum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur verið í umræðunni síðustu misseri og aðspurður um hvort WOW air hafi tryggt sér tíma á Keflavíkurflugvelli fyrir nýja flugið segir Skúli að staðan fyrir næsta ári sé fín en það sé fyrirsjáanlegt að það skapist mikill flöskuháls í flughöfninni á næstu árum og því mikilvægt sé að hrinda af stað framkvæmdum við hið svokallaða „Masterplan” Isavia án frekari tafa.

Ekki þörf á nýjum fjárfestum

Skúli er eini eigandi WOW air en hann vill ekki meina að þessi auknu umsvif félagsins kalli á breiðari eigendahóp. „Það er engin þörf á því að fá inn nýja fjárfesta því það gengur einfaldlega það vel hjá okkur. Í október vorum við til dæmis með 92 prósent sætanýtingu á öllum okkar stöðum sem er ótrúlega hátt hlutfall í október. En ef það kæmu inn fleiri fjárfestar þá gæti ég ekki leyft mér að hlaupa eins hratt og ég geri í dag.“

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …