Eyðsla flugflota Icelandair í meðallagi

flugvel john cobb

Flugsamgöngur eru mengandi og til að draga úr losun er mikilvægt að flugfélög notist við nýlegar þotur að því segir í nýrri samantekt á eldsneytisnotkun flugfélaga. Flugsamgöngur eru mengandi og til að draga úr losun er mikilvægt að flugfélög notist við nýlegar þotur að því segir í nýrri samantekt á eldsneytisnotkun flugfélaga. Farþegarnir sem sitja fremst menga mest.
Farþegaþota sem flýgur fram og tilbaka yfir Atlantshafið losar um eitt tonn af gróðurhúsalofttegundum á hvern farþega um borð. Það er álíka útblástur og frá eyðslugrönnum Toyota Prius bíl sem er ekið er að jafnaði 35 kílómetra á dag í eitt ár. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn International Council on Clean Transportation (ICCT) þar sem borin var saman eldsneytisnotkun tuttugu flugfélaga sem bjóða upp á áætlunarferðir milli Evrópu og N-Ameríku.

Nýjar vélar menga minna

Það er norska lággjaldaflugfélagið Norwegian sem er með sparneyttustu flugflotann samkvæmt samanburði ICCT og komast vélar félagsins um 40 farþegakílómetra á hvern lítra. Helsta ástæðan fyrir minni eldsneytisnotkun hjá Norwegian er sú að félagið notast við nýjar Boeing Dreamliner þotur í flug sitt milli heimsálfa en nýjar vélar eru lykillinn að minni losun samkvæmt skýrslu ICCT. Flugfloti Icelandair er hins vegar kominn til ára sinna en þrátt fyrir það þá komast þotur íslenska félagsins 32 farþegakílómetra á lítranum sem er nákvæmlega meðaleyðsla þeirra flugfélaga sem fljúga yfir hafið. Boeing MAX þoturnar sem Icelandair fær afhentar á árunum 2018 til 2021 munu verða um fimmtungi sparneyttari en núverandi Boeing 737 vélar sem félagið notast við.
WOW air var ekki með í úttekt ICCT þar sem í henni var unnið út frá flugáætlun síðasta árs en WOW hóf Ameríkuflug sitt sl. vor.

Farþegar í dýrari sætum losa mest

Sjöunda hvert flugsæti sem í boði er, í vélunum sem fljúga yfir hafið, er á dýrari farrýmunum fremst í vélinni. Þar er fótaplássið oftast meira og sætin breiðari og því komast færri farþegar þar fyrir. Þeir sem sitja þarna standa hins vegar fyrir um þriðjungi af allri losun flugvélanna samkvæmt skýrslu ICCT. Í fullri 200 manna þotu, þar sem 28 sæti eru á fremsta farrými, skrifast um 0,4 prósent losunarinnar á farþega í aftari röðunum en um 1,2 prósent á þá sem sitja fremst. Munurinn er þrefaldur.
Sparneyttustu flugfélögin í flugi milli Evrópu og N-Ameríku samkvæmt ICCT
1. Norwegian: 40 farþegakílómetrar per lítra.
2. Airberlin: 35 farþegakílómetrar per lítra.
3. Aer Lingus: 34 farþegakílómetrar per lítra.
4. KLM: 33 farþegakílómetrar per lítra.
4. Air Canada: 33 farþegakílómetrar per lítra.
4. Aeroflot: 33 farþegakílómetrar per lítra.
4. Turkish Airlines: 33 farþegakílómetrar per lítra.
4. Air France: 33 farþegakílómetrar per lítra.
9. Icelandair: 32 farþegakílómetrar per lítra.
9. Delta: 32 farþegakílómetrar per lítra.
11. Iberia: 31 farþegakílómetrar per lítra.
11. American: 31 farþegakílómetrar per lítra.
11. Alitalia: 31 farþegakílómetrar per lítra.
14. United: 30 farþegakílómetrar per lítra.
15. US airways: 29 farþegakílómetrar per lítra.
15. Virgin Atlantic: 29 farþegakílómetrar per lítra.
15. Swiss: 29 farþegakílómetrar per lítra.
18. Lufthansa: 28 farþegakílómetrar per lítra.
18. SAS: 28 farþegakílómetrar per lítra.
20. British Airways: 27 farþegakílómetrar per lítra.
TENGDAR GREINAR: FYRSTA MAX ÞOTAN KOMIN Á FÆRIBANDIÐ