Akureyrarflug enn á dagskrá þrátt fyrir gjaldþrot

akureyri egilsstadir

Flugvél á vegum Estonian Air átti að sjá um ferðir milli Kaupmannahafnar og Akureyrar næsta sumar. Eistneska flugfélagið hefur hins vegar hætt starfsemi en áætlunarflugið er engu að síður ennþá í vinnslu. Flugvél á vegum Estonian Air átti að sjá um ferðir milli Kaupmannahafnar og Akureyrar næsta sumar. Eistneska flugfélagið hefur hins vegar hætt starfsemi en áætlunarflugið er engu að síður ennþá í vinnslu.
Forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar Transatlantic hafa undanfarið unnið að því að skipuleggja reglulegt áætlunarflug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar næsta sumar. Í flugið stóð til að nota vél á vegum Estonian Air. Það félag hætti hins vegar starfsemi fyrr í mánuðinum eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu að styrkir eistneska ríkisisins til þjóðarflugfélagsins væru ólöglegir. Estonian Air átti að greiða til baka, sem samsvarar, um 12 milljörðum króna auk vaxta en það reyndist félaginu of stór biti. Að sögn Ómars R. Banine, hjá Transatlantic, þá standa núna yfir samningaviðræður við fyrirtækið sem hefur tekið við rekstri Estonian Air og ætti niðurstaða viðræðnanna að liggja fyrir mjög fljótlega. Nýja félagið heitir Nordic Aviation Group og er jafnframt í eigu eistneska ríkisins.

Ríkisstyrkir í pípunum

Líkt og Túristi greindi frá þá er ætlunin að nýja áætlunarflugið verði í boði einu sinni í viku frá lokum maí og út september og verða sæti fyrir 84 farþega í hverri ferð. Millilandaflug frá Akureyri hefur síðustu ár nær takmarkast við leiguflug á vegum innlendra ferðaskrifstofa til sólarlanda en Iceland Express bauð upp á áætlunarferðir þaðan til Kaupmannahafnar á sínum tíma. Þáverandi forstjóri Iceland Express, Matthías Imsland, fór fyrir stýrihópi forsætisráðuneytisins sem fyrr í þessum mánuði lagði til að millilandaflug frá Akureyri og Egilsstöðum yrði eflt með ríkisstyrkjum upp á 900 milljónir yfir þriggja ára tímabil.
Forsvarsmenn bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World hafa nú þegar tilkynnt um áætlunarflug milli Egilsstaða og London frá næsta vori og fram á haust.