Flugsamgöngur í Frakklandi óbreyttar

paris yfir

Forseti Frakklands lokaði landamærum landsins í gærkvöldi eftir hroðaverkin í París. Flugsamgöngur liggja þó ekki niðri en farþegum stærsta flugfélags Frakklands er sagt að búast við seinkunum Forseti Frakklands lokaði landamærum landsins í gærkvöldi eftir hroðaverkin í París. Flugsamgöngur liggja þó ekki niðri en farþegum stærsta flugfélags Frakklands er sagt að búast við seinkunum.
Óttast er að um 120 manns hafi fallið í skotárásum og sprengjuárásum sem gerðar voru í París í gærkvöldi. Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu og landamærum þess var lokað í kjölfarið.
Þrátt fyrir það hefur áætlunarflugi, til og frá París, ekki verið aflýst í dag og tvær vélar Icelandair héldu þangað nú í morgunsárið.

Mega búast við seinkunum

Samkvæmt heimasíðu Air France, stærsta flugfélags Frakklands, verður flugáætlun félagsins óbreytt í dag en farþegar eru þó beðnir um að búa sig undir seinkanir og fylgjast með tilkynningum frá flugfélaginu ef eitthvað breytist. Ferðum flugfélagsins American Airlines til og frá Frakklandi hefur þó verið frestað um óákveðin tíma.