Fyrsta MAX þotan komin á færibandið hjá Boeing

Beoing max icelandair

Eftir rúm tvö ár tekur Icelandair á móti nýjum Boeing 737 MAX þotum. Nú er unnið að því að setja saman fyrstu vél þessarar tegundar í verksmiðju Boeing í Seattle. Eftir rúm tvö ár tekur Icelandair á móti nýjum Boeing 737 MAX þotum. Nú er unnið að því að setja saman fyrstu vél þessarar tegundar í verksmiðju Boeing í Seattle.
Flugfloti Icelandair mun taka stakkaskiptum á fyrri hluta ársins 2018 þegar félagið fær afhentar fyrstu vélarnar af gerðunum Boeing 737 MAX8 og 737 MAX9. Íslenska félagið gekk frá pöntun á sextán þotum af þessum tegundum og á auk þess kauprétt á átta vélum í viðbót.

Nýtt til prófana

Í einni af verksmiðjum Boeing við Seattle er fyrsta MAX þotan komin á færibandið og gert er ráð fyrir að hún taki á loft í upphafi næsta árs. Fyrstu eintökin af hverri Boeing vél eru hins vegar aðeins nýtt til prófana og enda svo oft sem safngripir. Fyrsta MAX þotan sem afhent verður flugfélagi verður tilbúin á síðari hluta þarnæsta árs. En eins og áður segir mun Icelandair fá fyrstu MAX þoturnar sínar árið 2018 og þá síðustu þremur árum síðar.

Pláss fyrir færri farþega

Í dag er Icelandair með 23 Boeing 757-200 flugvélar á sínum snærum og í þeim eru sæti fyrir 183 farþega. Auk þess er ein 757-300 flugvél sem tekur 220 farþega. Bráðlega bætast hins vegar við flugflotann tvær Boeing 767-300 vélar en í þeim verður pláss fyrir um 260 farþega. Nýju þoturnar eru hins vegar nokkru minni en núverandi vélar, í MAX 8 þotunum verða sæti fyrir um 150 farþega og en rúmlega 170 farþegar geta flogið í MAX 9 vélunum. Þessar nýju þotur langdrægari útgáfa af núverandi Boeing 737 vélum og reiknað er með að þeir verði um fimmtungi sparneyttari en eldri gerðin.
Samtals hafa verið pantaðar 2.869 MAX þotur hjá Boeing frá 58 mismunandi viðskiptavinum.