Helgarflug fyrir 10 til 18 þúsund í janúar, febrúar og mars

genf ka

Vikurnar eftir áramót er ferðagleði Íslendinga í lágmarki en þessir hræbillegu flugmiðar í byrjun næsta árs gætu samt hreyft við einhverjum. Vikurnar eftir áramót er ferðagleði Íslendinga í lágmarki en þessir hræbillegu flugmiðar í byrjun næsta árs gætu samt hreyft við einhverjum.
Þeir sem vilja út fljótlega eftir áramót geta fundið urmul af flugmiðum á 25 til 40 þúsund til Evrópu. En það má líka komast út fyrir landsteinana fyrir minna og sérstaklega ef heimsókn til Edinborgar, Gdansk, Genfar eða Óslóar kemur til greina. Til hinnar pólsku Gdansk kostar til að mynda ódýrasta helgarflugið, báðar leiðir, aðeins 10.542 krónur. Með því að bæta við tvö þúsund krónum má fá far til úraborgarinnar við Genfarvatn og farið til Óslóar frá fimmtudegi fram á sunnudag er á rétt um 13 þúsund eins og sjá má hér fyrir neðan.
Athugið að borga þarf fyrir innritaðan farangur hjá flugfélögunum hér fyrir neðan.

Ódýr helgarflug janúar og febrúar

Edinborg:
18.090 kr., 4. til 7. febrúar með easyJet.
Gisting í Edinborg – Vegvísir fyrir Edinborg
Gdansk:
13.908 kr., 29. janúar til 1. febrúar með Wizz Air
10.542 kr., 15. til 18. janúar með Wizz Air
Gisting í Gdansk
Genf: 
15.302 kr., 25. til 29. febrúar með easyJet
12.729 kr., 3. til 7. mars með easyJet
Gisting í Genf – Vegvísir fyrir Genf
Ósló:
12.978 kr., 14. til 17. janúar með Norwegian
12.978 kr., 21. til 24. janúar með Norwegian
12.978 kr., 28. til 31. janúar með Norwegian
Gisting í Ósló
Vetraráætlun flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli eins og hún leggur sig