Júní vinsælasti ferðamánuður ársins enn á ný

fle 860

Frá árinu 2004 hefur það aðeins gerst einu sinni að júní var ekki sá mánuður sem flestir Íslendingar nýttu til að ferðast til útlanda. Allt virðist hins vegar ætla að verða með hefðbundnu sniði í ár. Frá árinu 2004 hefur það aðeins gerst einu sinni að júní var ekki sá mánuður sem flestir Íslendingar nýttu til að ferðast til útlanda. Allt virðist hins vegar ætla að verða með hefðbundnu sniði í ár.
Það flugu 44.524 íslenskir farþegar frá Keflavíkurflugvelli síðasta mánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli sem birt var í gær. Þar með er ljóst að í ár var það júní sem flestir Íslendingar nýttu til utanferða því hingað til hafa nóvember og desember ekki verið mjög stórir ferðamánuðir.

Október einu sinni á toppnum

Síðustu tólf ár hefur það aðeins gerst einu sinni að júní hefur ekki veirð vinsælasti ferðamánuðurinn hjá Íslendingum. Það gerðist í hittifyrra þegar október tók fram úr júní eins og sjá á má töflunni hér fyrir neðan.
Fyrstu tíu mánuði ársins hafa 381.458 Íslendingar farið utan eða 42.038 fleiri en á sama tímabili árið 2014.  Aukningin nemur 12,4 prósentum samkvæmt tölum Ferðamálastofu.