Ódýrara að fljúga út í febrúar

london louis llerena

Í lok febrúar eru fargjöldin til London og Óslóar nokkru lægri en þau hafa verið á þessum tíma síðustu ár. Farmiðar til Kaupmannahafnar eru þó dýrari.

Í lok febrúar eru fargjöldin til London og Óslóar nokkru lægri en þau hafa verið á þessum tíma síðustu ár. Farmiðar til Kaupmannahafnar eru þó dýrari.
Ef þú bókar í dag farmiða með easyJet til London eftir 12 vikur þá kemstu fram og tilbaka fyrir um 28 þúsund krónur. Fyrir akkúrat fjórum árum þurfti að borga um tvöfalt meira fyrir farið með félaginu eða tæpar 60 þúsund krónur eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan. Ein helsta ástæðan fyrir þessari miklu verðsveiflu er sú að breska lággjaldaflugfélagið flýgur nú mun oftar til Íslands frá London en það gerði fyrir í upphafi árs 2013. British Airways býður til að mynda aðeins upp á þrjár ferðir í viku milli Heathrow og Keflavíkurflugvallar og félagið er mun dýrari kostur en hin félögin ef bókað er með stuttum fyrirvara. 

Ódýrast til Oslóar

Í lok mars á næsta ári hefur SAS á ný flug hingað frá Kaupmannahöfn en íslensku flugfélög hafi verið ein um þessa flugleið um langt skeið. Í dag kostar farið til dönsku höfuðborgarinnar í lok febrúar meira en á sama tíma í fyrra. WOW er þá ódýrara en Icelandair. Sé hins vegar litið á fargjöldin til höfuðborgar Noregs þá kemur í ljós að hægt er að fljúga þangað og tilbaka með Norwegian fyrir aðeins um 16 þúsund krónur. Farið lækkar svo ef aðeins er ferðast með handfarangur. Hjá SAS kostar farið um 20 þúsund en um 27 þúsund hjá Icelandair. 
Í þessum mánaðarlegu verðkönnunum Túrista eru fundin ódýrustu fargjöldin, báðar leiðir, hjá hverju félagi fyrir sig og farangurs- og bókunargjöldum er bætt við.

Dýrt að bóka jólaflug núna

Þeir sem búa hér á landi og eru á leið til útlanda í kringum jól eru vonandi búnir að bóka flugið því eins og sjá má á töflunni þá er dýrt að bóka jólaflug með stuttum fyrirvara
Þróun fargjalda í viku 52 (21.des. til 27. des.) milli ára þegar bókað er með fjögurra vikna fyrirvara

  2015 2014

2013

2012
London:        
British Airways 139.365 (aðeins eitt flug)
easyJet 68.116 kr. 65.045 kr. 87.611 kr. 77.324 kr.
Icelandair 67.165 kr. 64.005 kr. 73.190 kr. 61.550 kr.
WOW air 71.995 kr. 56.495 kr. 74.439 kr. 76.825 kr.
Kaupmannahöfn:        
Icelandair 69.455 kr. 62.015 kr. 57.740 kr. 60.960 kr.
WOW air 50.035 kr. 49.815 kr. 54.301 kr. 48.760 kr.
Osló:        
Icelandair 81.045 kr. 46.765 kr. 35.010 kr.
Norwegian 83.465 kr. 40.327 kr. 44.471 kr.
SAS 68.205 kr. 43.185 kr. 89.496 kr.