Hótelstjórar í New York bjóða ódýrari gistingu

newyork straeti

Þeir sem ætla að verja nokkrum dögum í janúar á Manhattan geta fundið þar góða gistingu á niðursettu verði. Þeir sem ætla að verja nokkrum dögum í janúar á Manhattan geta fundið þar góða gistingu á niðursettu verði.
Þó ferðamannastraumurinn sé stöðugur til New York þá fækkar gestum borgarinnar þónokkuð í byrjun hvers árs og þá grípa hótelstjórar á Manhattan til þess ráðs að slá verulega af prísunum til að lokka til sín fleiri gesti. Dagana þriðja til fimmtánda janúar á næsta ári verður á ný efnt til svokallaðrar Hotel Week í New York og þá bjóða 20 hótel, flest hver í betri kantinum, vænan afslátt af gistingunni. 
Verðskráin þessa daga er einföld, nóttin kostar annað hvort 100 eða 200 dollara (13 eða 26 þsúnd) en til að fá þessi sérkjör þarf að hringja í hótelin eða slá inn ákveðinn bókunarkóða. Nánari upplýsingar um Hotel Week má finna hér.

Fleiri kostir í stöðunni

Yfir veturinn hefur Icelandair verið eina flugfélagið sem boðið hefur upp á áætlunarflug héðan til New York. Á því verður breyting því frá febrúar og fram til hausts munDelta fljúga hingað frá JFK flugvelli. Þeir sem verða á ferðinni í New York fyrir eða eftir þessa fyrrnefndu afsláttardaga á hótelum borgarinnar geta hér borið saman verð á gistingu í borginni og á vef Tablet má finna sérvalin hótel í New York.