Óljós réttur flug­far­þega

flug danist soh

Ef slæmt veður eða verk­föll valda töfum á flugi þá er ólík­legt að farþegar eigi rétt á þeim bótum en flug­fé­lögin geta líka reynt að skýla sér á bakvið þessar háttar aðstæður. Ef slæmt veður eða verk­föll valda töfum á flugi þá er ólík­legt að farþegar eigi rétt á þeim bótum en flug­fé­lögin geta líka reynt að skýla sér á bakvið þessar háttar aðstæður.
Það hafa vafa­lítið allir flug­far­þegar orðið fyrir því oftar en einu sinni að fluginu þeirra seinkar og þeir komast ekki á áfanga­stað fyrir nokkrum tímum seinna. Þeir sem eiga bókað tengiflug út í heimi eiga þá í hættu að missa af næstu vél og þurfa jafnvel að kaupa sér nýjan miða nema flugin séu bæði á einum farseðli. 
Reglur Evrópu­sam­bandsins, sem ná einnig til flug­fé­laga hér á landi, kveða þó á um að farþegar eigi rétt á fébótum ef seink­unin nemur meira en þremur tímum. Upphæðin ræðst af lengd flug­ferð­ar­innar og sá sem ætlar að fljúga innan­lands eða t.d. til Græn­lands, Færeyja eða Skot­lands á rétt á um 35 þúsund krónum (250 evrur) ef ferð­inni seinkar svo mikið. Rúmlega þriggja tíma töf á flugi yfir á megin­land Evrópu gefur rétt á bótum upp á 56 þúsund kr. (400 evrur). Hærri verða bæturnar ekki vegna flug­ferða innan EES-svæð­isins. Ef flogið er til landa utan þess, t.d. til Tyrk­lands eða N‑Ameríku, þá eru bæturnar allt að 84 þúsund kr. (600 evrur) ef seink­unin er meira en fjórir tímar. Flug­félag gæti því þurft að greiða á bilinu 6 til 15 millj­ónir króna í skaða­bætur ef farþega­þota með 180 farþega tefst að lágmarki um þrjá til fjóra tíma eða ef för hennar er aflýst. Reglur ESB ná til flug­fé­laga á Evrópska efna­hags­svæðinu og til þeirra flug­ferða sem hefjast innan svæð­isins. 

Hvað eru óvið­ráð­an­legar aðstæður?

Það er því um umtals­verðar fjár­hæðir að ræða og það reynist þess vegna flug­far­þegum oft erfitt að sækja skaða­bætur. Ein helsta ástæðan fyrir því er sú að bóta­skylda flug­fé­laga fellur niður ef seink­unin er vegna óvið­ráð­an­legra orsaka og flug­fé­lögin skýla sér því oftast á bakvið þá skýr­ingu. Ótryggt stjórn­mála­ástand, slæm veður­skil­yrði og verk­föll teljast til þess háttar aðstæðna en ekki bilanir og önnur tæknileg vandamál á flug­vélum og flug­höfnum. Og reyndar eru yfir­völd innan Evrópu­land­anna ekki samála um hvort telja eigi vinnu­stöðv­anir óvið­ráð­an­legar aðstæður því til þeirra er oftast boðað með löngum fyrir­vara (sjá nánar). 
En þar sem flug­far­þegar virðast almennt vera sein­þreyttir til vand­ræða og því hefur verið haldið fram að aðeins sjö af hverjum hundrað farþegum fái að lokum þær fébætur sem þeir eiga rétt á. 

Aðstoð fyrir flug­far­þega  

Til að sækja bætur til flug­fé­laga geta farþegar sent inn kröfur til flug­fé­lag­anna sjálfra en það ferli getur reynst sein­legt. Ef niður­staða fæst ekki í málið eða farþegi er ósáttur við afgreiðslu flug­fé­lagsins er hægt að leita til Samgöngu­stofu. Það eru einnig fyrir­tæki sem sérhæfa sig í svona málum og eitt þeirra er AirHelp sem tekur að sér skaða­bótamál fyrir farþega. Félagið tekur fjórðung af bóta­fénu í þóknun. Annað fyrir­tæki á þessu sviði er GreenClaim