Fyrir þá sem vilja borða „lókal“ í Seattle

mattsinthemarket Nick Jurich

Þó stemningin sé afslöppuð á Matt´s in the Market þá er mönnum dauðans alvara í eldhúsinu og vilja aðeins vinna með besta hráefnið úr nágrenni staðarins. Þó stemningin sé afslöppuð á Matt´s in the Market þá er mönnum dauðans alvara í eldhúsinu og vilja aðeins vinna með besta hráefnið úr nágrenni staðarins.
Matarmarkaðurinn sem kenndur er við Pike Place hefur í meira en öld verið fastur punktur í lífi Seattlebúa. Hann er líka fyrir löngu orðinn eitt helsta kennileiti borgarinnar og ferðalangar eru því fjölmennir á svæðinu. Heimamenn halda þó tryggð við markaðinn enda öfundaverðir af úrvalinu sem þar býðst. 

Það besta úr sveit og sjó

Einn þeirra sem nýtir sér góðgætið sem þangað ratar er Shane Ryan, matreiðslumeistari veitingastaðarins Matt´s in the Market. Staðurinn sá er, eins og nafnið gefur til kynna, við Pike Place Market og úrvalið á markaðnum hefur heilmikið um það að segja hvað er í matinn hverju sinni hjá Ryan. Hann sækir einnig hráefni í nærsveitir Seattle og nálægðin við miðin tryggir honum svo fyrsta flokks sjávarfang. 

Reykt svín og svo ígulker

Aðspurður segir Ryan það alls ekki vera krefjandi að haga eldamennskunni eftir því sem bændur og sjómenn í nágrenninu hafa upp á að bjóða. „Ég þekki ekkert annað,“ segir hann og bætir því við að ekki komi til greina að kaupa inn ódýrara hráefni af verksmiðjubúum. „Kjötið sem þú varst að borða kemur til að mynda frá litlu svínabúi hér rétt hjá sem við höfum unnið með lengi,” segir Ryan og vísar í reiktu svínakótilettuna sem útsendari Túristi hafði nýverið lokið við. „Á morgun verður réttur dagsins hins vegar allt öðruvísi,” bætir hann við og býður Túrista inn í eldhús og sýnir honum ker fullt af ígulkerjum. „Ég var að prófa þau, þetta er algjört lostæti,“ segir hann brosandi. 

Þeir eiga leið um Seattle og vilja kynna sér matarmenningu borgarinnar verða ekki sviknir af heimsókn á Matt´s in the Market og það er klárlega þess virði að gefa réttum dagsins sérstakan gaum. Matt´s in the Market er opinn í hádeginu og á kvöldin alla daga nema sunnudaga en það er vissara að taka frá borð.

Icelandair flýgur til Seattle allt árið um kring og suma daga eru tvær ferðir í boði

TENGDAR GREINAR: SOLTINN Í SEATTLEÍ BORG ÞEIRRA HUGMYNDARÍKUVEGVÍSIR FYRIR SEATTLE