Staðan í París í dag

paris yfir

Hvaða breytingar hafa orðið á gangi mála fyrir gesti Parísar eftir hryðjuverkin þann 13. nóvember? Ferðamálarað borgarinnar útskýrir stöðuna. Hvaða breytingar hafa orðið á gangi mála fyrir gesti Parísar eftir hryðjuverkin þann 13. nóvember? Ferðamálarað borgarinnar útskýrir stöðuna.
París er ein vinsælasta ferðamannaborg heims og í kjölfar hryðjuverkanna þar fyrir rúmum hálfum mánuði síðan hafa vafalítið margir velt fyrir sér á hvaða hátt hlutirnir hafa breyst í borginni. Til að mynda hvað varðar öryggisgæslu og samgöngur.
Hér fyrir neðan eru upplýsingar frá ferðamálaráði Parísar um stöðu mála.

Landamæri og samgöngur

  • Landamærin eru opin. Allar ferðir til Parísar eru mögulegar. 
  • Landamæraeftirlitið er fyrir þá sem koma frá Schengen svæðinu. Eftirlitið er ekki kerfisbundið en allir farþegar geta þurft að fara í gegnum það óháð því hvaðan þeir koma.
  • Allir flugvellir, lestarstöðvar og almennar samgöngur í París eru opnar eins og venjulega. Hafa ber í huga að biðtímar á flugvöllum geta verið lengri en vanalega.

Opnanir og lokanir

  • Frá miðvikudeginum 18. nóvember hafa öll söfn og aðrir markverðir staðir verið opnir með örfáum undantekningartilvikum.
  • Skoðunarferðir um leikvanginn Stade de France hófust á ný þann 20. nóvember. Verslanir og vöruhús eru opin á sama hátt sem áður.
  • Garðar, útivistarsvæði og leikvellir eru opnir

Neyðarástand
Boðun neyðarástands hefur ekki haft nein bein áhrif á franska og erlendra gesti í París. Þessu ástandi er fyrst og fremst ætla að auðvelda og flýta fyrir vinnu franskra öryggissveita. Neyðarástandið mun vara til loka febrúarmánaðar. Allar samkomur á frönskum vegum eru bannaðar fram til miðnættis sunnudagsins 22. febrúar. Einkasamkvæmi eru leyfð og það er skipuleggjandans að laga sig að öryggistilmælunum.
Öryggi

  • 3000 viðbótar hermenn eru nú við störf á Parísarsvæðinu.
  • Á sjö fjölförnum ferðamannastöðum (Montmartre, Champs Elysées, Champ de Mars/Trocadéro, Musée du Louvre, Notre Dame, Chatelet, Opéra) hefur fjöldi lögreglufólks verið þrefaldaður
  • Gæsla við almenningssamgöngur hefur einnig verið aukin, til að mynda í neðanjarðarlestarkerfinu, á leiðinni milli Disneyland og Parísar (RER A) og til Versala (RER C).
  • Eftirlitsmyndavélar: 1200 vélar á vegum og 15000 í almenningssamgöngukerfinu.