Þrjú flugfélög stóðu undir 90 prósent af umferðinni um Keflavíkurflugvöll

fle 860

Í síðasta mánuði voru að jafnaði farnar um 40 áætlunarferðir á dag frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar á vegum tólf flugfélaga. Ferðunum og flugfélögunum fer hratt fjölgandi. Í síðasta mánuði voru að jafnaði farnar um 40 áætlunarferðir á dag frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar á vegum tólf flugfélaga. Ferðunum og flugfélögunum fer hratt fjölgandi.
Í október árið 2013 buðu sex flugfélög upp á áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli en í nýliðnum október voru félögin tólf talsins. Áætlunarferðunum hefur fjölgað um 45 prósent á milli þessara tveggja októbermánaða samkvæmt talningum Túrista.
Þrátt fyrir að fjöldi flugfélaga hafa tvöfaldast þá standa þrjú flugfélög undir nær öllu millilandafluginu eða níutíu prósentum. Níu flugfélög deila svona á milli sín tíund flugferðanna. Vægi þess hóps hefur þó aukist aðeins milli októbermánaða. 

Hlutdeild WOW eykst mest

Icelandair er langstærsta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli með um tvær af hverjum þremur brottförum en þrátt fyrir að ferðum á vegum félagsins hafi fjölgað umtalsvert síðustu ár þá hefur vægi félagsins dregist saman. Á sama tíma hefur hlutdeild WOW air í umferðinni um Keflavíkurflugvöll aukist eins og sést á kökuritinu hér fyrir neðan. Hið breska easyJet er sem fyrr þriðja umsvifamesta flugfélagið.