Til þessara 10 borga var oftast flogið í október

london louis llerena

Þeir áfangastaðir sem þoturnar á Keflavíkurflugvelli tóku oftast stefnuna á í síðasta mánuði. Þeir áfangastaðir sem þoturnar á Keflavíkurflugvelli tóku oftast stefnuna á í síðasta mánuði. 
Í lok október hóf hið breska British Airways að fljúga hingað frá Heathrow og þar með bjóða fjögur flugfélög upp á áætlunarferðir héðan til bresku höfuðborgarinnar allt árið um kring. Svo mikla samkeppni erum við ekki vön að sjá í flug til og frá landinu en London hefur um langt skeið verið sú borg sem oftast er flogið til frá Keflavíkurflugvelli. Á því varð þar af leiðandi engin breyting í október eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Sem fyrr er Kaupmannahöfn í öðru sæti og Ósló er komin á ný í þriðja sætið eftir að hafa farið neðar á listanum í sumar.