Tyggjóveggurinn í Seattle

tyggjoveggur seattle Keegan Jones

Það munu vera hátt í milljón tyggjóklessur á húsvegg einum ekki langt frá einum þekktasta ferðamannastaðnum í Seattle.
Síðustu tvo áratugi hafa gestir og gangandi við Pike Place Market í Seattle tekið út úr sér tyggigúmmíið og skellt því á vegg einn rétt hjá matarmarkaðnum víðfræga. Eins og gefur að skilja þykir mörgum þessi hefð vera argasti subbuskapur en borgaryfirvöld hafa samt látið þessa iðju að mestu óáreitta. Þangað til nú því nýlega var byrjað að hreinsa múrinn með heitri gufu til þess að losna við hitt og þetta sem festist í öllum klessunum en tyggjóveggurinn verður áfram á sínum stað um ókomna framtíð en þó ögn þrifalegri en áður.
Icelandair flýgur daglega til Seattle og þeir lesendur Túrista sem vilja skilja tyggjóklessu eftir í borginni finna vegginn alræmda rétt við miðasölu Market Theater við Post Alley við Pike Place markaðinn. 
tyggjo seattle
TENGDAR GREINAR: FYRIR ÞÁ SEM VILJA BORÐA LÓKAL Í SEATTLESOLTINN Í SEATTLE