Vinsæll ferðahundur vill til Íslands

aspen hunter lawrence

Tugir þúsunda fylgjast með ferðalögum hundarins Aspen í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Núna skora eigendur hans á Icelandair að hleypa honum um borð svo þau geti sýnt honum Ísland.
Bandarísku hjónin Hunter og Sarah Lawrence fóru í brúðkaupsferð til Íslands í hittifyrra og féllu fyrir landi og þjóð. Þau snéru því aftur síðasta vetur og nýttu tímann til að taka myndir sem birtist eru á heimasíðu þeirra Stories Across The North Atlantic. Þau mynduðu einnig fyrir 66°norður eins og lesa má um á heimasíðu fyrirtækisins. En á meðan ungu hjónin ferðuðust um Ísland þá beið þeirra heima í Denver hundur að nafni Aspen. Þegar þau snéru heim tók Hunter til við að mynda þennan fjögurra ára Golden Retriever hund á ferðum þeirra um Colorado fylki. Óhætt er að segja að Aspen hafi slegið í gegn á netinu því í dag fylgjast 54 þúsund manns með ævintýrum hans í gegnum Instragram.

Gullið tækifæri fyrir Hrísey

Nú vilja hins vegar Hunter og Sarah fara með Aspen um slóðir sínar hér á landi og fyrr í dag birtu þau mynd af Aspen í svarti 66°norður úlpu og í myndatextanum skora þau á Icelandair að hleypa Aspen í „Stopover“ til Íslands. En Icelandair flýgur einmitt til heimaborgar þeirra Denver allt árið um kring. Nú þegar hafa um fjögur þúsund og fimm hundrað manns líkað við myndina og um þrjú hundruð hafa skrifað athugasemd. Ennþá hefur þó enginn bent þeim á þær reglur sem gilda um innflutning dýra til Íslands. Fulltrúar ferðamálafélag Hríseyjar ættu kannski að nýta sér þetta dauðafæri til að koma „Perlu Eyjarfjarðar“ á kortið hjá hinum fjöldamörgu aðdáendum Aspen og bjóða eigendum hans bústað á eyjunni á meðan hundurinn fer í sótthreinsun.