Samfélagsmiðlar

Vinsæll ferðahundur vill til Íslands

aspen hunter lawrence

Tugir þúsunda fylgjast með ferðalögum hundarins Aspen í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Núna skora eigendur hans á Icelandair að hleypa honum um borð svo þau geti sýnt honum Ísland.
Bandarísku hjónin Hunter og Sarah Lawrence fóru í brúðkaupsferð til Íslands í hittifyrra og féllu fyrir landi og þjóð. Þau snéru því aftur síðasta vetur og nýttu tímann til að taka myndir sem birtist eru á heimasíðu þeirra Stories Across The North Atlantic. Þau mynduðu einnig fyrir 66°norður eins og lesa má um á heimasíðu fyrirtækisins. En á meðan ungu hjónin ferðuðust um Ísland þá beið þeirra heima í Denver hundur að nafni Aspen. Þegar þau snéru heim tók Hunter til við að mynda þennan fjögurra ára Golden Retriever hund á ferðum þeirra um Colorado fylki. Óhætt er að segja að Aspen hafi slegið í gegn á netinu því í dag fylgjast 54 þúsund manns með ævintýrum hans í gegnum Instragram.

Gullið tækifæri fyrir Hrísey

Nú vilja hins vegar Hunter og Sarah fara með Aspen um slóðir sínar hér á landi og fyrr í dag birtu þau mynd af Aspen í svarti 66°norður úlpu og í myndatextanum skora þau á Icelandair að hleypa Aspen í „Stopover“ til Íslands. En Icelandair flýgur einmitt til heimaborgar þeirra Denver allt árið um kring. Nú þegar hafa um fjögur þúsund og fimm hundrað manns líkað við myndina og um þrjú hundruð hafa skrifað athugasemd. Ennþá hefur þó enginn bent þeim á þær reglur sem gilda um innflutning dýra til Íslands. Fulltrúar ferðamálafélag Hríseyjar ættu kannski að nýta sér þetta dauðafæri til að koma „Perlu Eyjarfjarðar“ á kortið hjá hinum fjöldamörgu aðdáendum Aspen og bjóða eigendum hans bústað á eyjunni á meðan hundurinn fer í sótthreinsun.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …