Er ekkert gagn í vopnaleit á farþegum?

flugfarthegi

Hefur það einhverju breytt að takmarka vökva í handfarangri flugfarþega og láta þá fara út skónum? Mannlegi þátturinn á Rás 1 velti fyrir sér árangri af vopnaleit í flugstöðvum.
Í þau níu ár sem vökvabann í flugi hefur verið í gildi hefur enginn farþegi neinsstaðar verið tekinn með vökva, sem hægt er að telja hættulegt sprengiefni. Ennfremur hefur ekki ein einasta skósprengja fundist þrátt fyrir að allir farþegar hafi farið á sokkaleistunum í gegnum eftirlit í mörg ár. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum pistli Magnúsar Ragnars Einarssonar, umsjónarmanns Mannlega þáttarins á Rás 1
Túristi gerði á sínum tíma óvenju ítarlegt eftirlit með skóm flugfarþega hér á landi að umtalsefni í fjölmörgum greinum og í framhaldinu var ákveðið að hætta að skoða skó alla farþega. Nýlegir atburðir gætu hins vegar orðið til þess að eftirlit hér heima og annars staðar verði aukið á ný líkt og komið er inná í pistli Magnúsar.