8 áramótaferðir til útlanda á 13 til 38 þúsund krónur

blys kelley bozarth

Þó það sé stutt í áramót geta þeir sem vilja verja gamlárskvöldi í útlöndum ennþá komist úr landi fyrir frekar lítið. Þó það sé stutt í áramót geta þeir sem vilja verja gamlárskvöldi í útlöndum ennþá komist úr landi fyrir frekar lítið. 
Flugeldaæðið hér heima er rómað víða og útlit er fyrir að metfjöldi erlendra ferðamanna muni fylgjast með sýningunni á miðnætti í ár. Þeir Íslendingar sem vilja hins vegar heldur prófa að skipta um umhverfi og taka þátt í fagnaðarlátunum í útlöndum á erlendri grundu komist þangað fyrir heldur lítið fé eins og sést á verðkönnun Túrista á áramótafargjöldunum eins og þau eru núna. Þeir sem ætla að láta freistast ættu þó að kanna fyrst stöðu á hótelum (sjá hlekk við hverja borg) og jafnvel tryggja sér borð á veitingahúsi á gamlársdag áður en flugið er bókað.

Gdansk
Flogið með Wizz Air þann 28.desember og heim á nýársdag: 12.697 kr.
Sjá aukagjöld Wizz Air.
Hótel í Gdansk

Belfast
Flogið með easyJet á gamlársdag og heim 3. janúar: 19.857 kr.
Aukagjöld easyJet.
Hótel í Belfast

London
Með WOW air 30.desember til 3. janúar: 29.997 kr.
Með Icelandair 29. desember til 3. janúar: 38.415 kr.
Aukagjöld WOW.
Hótel í London

Ósló
Með Icelandair 31. desember og heim 4. janúar: 29.665 kr.
Hótel í Ósló

Kaupmannahöfn
Með WOW air út þann 30. desember og heim 3. janúar: 30.037 kr.
Aukagjöld WOW.
Ódýr hótel í Kaupmannahöfn

Dublin
Út með WOW air þann 30. desember og heim 4. janúar: 35.558 kr.
Hótel í Dublin

Edinborg
Flogið með easyJet á gamlársdag og heim 3. janúar: 37.104 kr.
Aukagjöld easyJet.
Hótel í Edinborg