Á ný engar flugsamgöngur á jóladag

fle 860

Í fyrra þurfti að opna Flugstöð Leifs Eiríkssonar á jóladag vegna áætlunarflugs easyJet. Áður hafði tíðkast að allt flug héðan til útlanda lægi niðri þennan dag og svo verður á ný. Í fyrra þurfti að opna Flugstöð Leifs Eiríkssonar á jóladag vegna áætlunarflugs easyJet. Áður hafði tíðkast að allt flug héðan til útlanda lægi niðri þennan dag og svo verður á ný.
Aðeins einn dag á ári hverju er ekki hægt að fljúga héðan til útlanda og það er þann 25. desember. Þá er Flugstöð Leifs Eiríkssonar lokuð öfugt við aðrar stórar norrænar flughafnir þar sem áætlunarferðir eru í boði alla daga ársins. Í fyrra þurfti hins vegar að opna íslensku flugstöðina um kaffileytið því þá kom hingað þota easyJet frá Genf í Sviss og tók vélin á loft á ný tveimur tímum síðar. Þetta var í fyrsta skipti sem taka þurfti á móti áætlunarflugi í Leifsstöð á jóladag en íslensku flugfélögin hafa til að mynda ekki boðið upp á flug héðan á þessum degi. Önnur erlend flugfélög hafa líka gert hlé á sínu flugi hingað á jóladag jafnvel þó þessi sömu félög bjóði upp á flug annars staðar í heiminum þennan dag. 

Var bent á þeir væru undantekning

Í ár ætla hins vegar forsvarsmenn easyJet einnig að fella niður flug hingað á jóladag og að sögn Guðna Sigurðssonar, talsmanns Isavia, verður þar af leiðandi ekkert flug frá Keflavíkurflugvelli næsta föstudag. Guðni segir að það hafi verið nefnt við starfsmenn easyJet í fyrra að félagið hefði verið það eina sem nýtti sér íslenska flugvöllinn á jóladag en hann segist ekki vita hvort að sú ábending hafi haft einhver áhrif á áætlun easyJet í ár. Þetta hafi alfarið verið ákvörðun forsvarsmanna easyJet. 
SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM OG BÍLALEIGUBÍLUM