Að taka skíðin með eða leigja?

skidi sviss b

Það getur verið þreytandi að ferðast um með skíði og klossa og flugfélögin rukka oftast aukalega fyrir þess háttar farangur. Skíðaleiga er því oft fínn kostur. Það getur verið þreytandi að ferðast um með skíði og klossa og flugfélögin rukka oftast aukalega fyrir þess háttar farangur. Skíðaleiga er því oft fínn kostur.
Á langflestum skíðasvæðum er hægt að leigja sér skíðabúnað og oft er framboðið töluvert. Skíðagræjurnar eru þá oft í mismunandi verðflokkum eftir gæðum og þeir sem vilja það besta borga þá mest. Hinir komast af með minna og til að mynda kostar vikuleiga á þriggja stjörnu skíðum, stöfum og skóm um oft um 100 evrur á skíðastöðum Alpanna (um 14 þúsund) en bestu græjurnar eru á alla vega tvöfalt meira.

Hægt að komast hjá skíðagjaldi hjá Icelandair og SAS

Þeir sem setja stefnuna á skíðaferð til útlanda og ætla að taka með sér sín eigin skíði eða bretti þurfa í flestum tilfellum að borga aukalega 10 til 14 þúsund krónur fyrir að taka með sér skíðabúnað hjá þeim flugfélögum sem fljúga héðan í vetur.  Farþegar Icelandair og SAS geta hins vegar innritað skíðin í stað tösku og þurfu þá ekki að borga sérstaklega fyrir þau. En þá þarf allur annar farangur að komast í handfarangurstöskuna og það er kannski á mörkunum með að sleppa.
Hvað kostar að taka með sér skíði í flug (báðar leiðir):

Flugfélag Verð Athugasemdir
 easyJet  ca. 12.000  
 Icelandair  9.600 (til Evrópu) eða 11.400 kr. (til N-Ameríku) Hægt að innrita skíðabúnað frítt í staðinn fyrir farangur. 
 Norwegian  7.140 til 10.140 kr.  
 SAS  14.620 kr. Hægt að innrita skíðabúnað frítt í staðinn fyrir farangur.
 Wizz Air  8.465 kr.  
 WOW 9.198 kr. eða 10.998 kr.  Hærra gjaldið á t.d. við um flug WOW til Salzburg

TENGDAR GREINAR: Bjóða óvænt hræódýrt skíðaflug