Afhverju tekur lengri tíma að fljúga í vestur en austur?

skjamynd flug i vestur

Jörðin snýst í austur og því myndi maður kannski halda að það ætti að taka skemmri tíma að fljúga í vestur þar sem áfangastaðurinn kemur á móti vélinni. Þannig er þessu þó ekki farið.
Þotur Icelandair eru alla jafna 7 tíma og þrjú korter að fljúga frá Keflavíkurflugvelli og vestur um haf til bandarísku borgarinnar Seattle. Á leiðinni heim, þegar flogið er í austur, er flugtíminn hinsvegar hálftíma styttri.
Veðurskilyrði og vindar eru hluti af skýringunni á þessum tímamismun en helsta ástæðan er sú að jörðin snýst í austur og þar með flugvélarnar líka jafnvel þó þær séu að fljúga í vestur eins og útskýrt er í þessu myndbandi.