Betri stofan hjá Icelandair meðal þeirra bestu í heimi

saga lounge

„Saga Lounge“ í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er með háa meðaleinkunn hjá þeim farþegum sem hafa aðgang að betri stofum flugfélaganna. „Saga Lounge“ í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er með háa meðaleinkunn hjá þeim farþegum sem hafa aðgang að betri stofum flugfélaganna.
Á þeim flugvöllum sem boðið er upp á reglulegt millilandaflug eru alla jafna svokallaðar betri stofur sem farþegar með dýrari miða fá aðgang að. Stundum dugar líka að sýna sérstök greiðslukort til að komast inn.
Á Keflavíkurflugvelli rekur Icelandair eina slíka stofu sem kallast „Saga Lounge“ og aðstaðan þar og þjónustan fellur greinilega í kramið hjá mörgum. Þessi íslenski „lounge“ fær nefnilega meðaleinkunnina 4,2 af 5 möguleigum í einkunnagjöf fyrirtækisinsSkytrax sem safnar saman umsögnum flugfarþega um flugfélög og flugstöðvar. Aðeins sjö aðrar betri stofur fá hærri einkunn en „Saga Lounge“ eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan yfir bestu betri stofur flugvallanna. Athygli vekur að Heathrow í London og Leifsstöð eru einu evrópsku flughafnirnar sem komast á topp 20.

Nr. „Lounge“ Flugvöllur Einkunn
 1.  Qantas First Class  Sydney  5,0
 2.   Malayasia Airlines Business Class Golden  London Heathrow   4,8
 3.  Thai Airways Royal First Class  Bangkok Suvarnabhumi  4,8
 4.  Qatar Airways Premium  London Heathrow  4,78
 5.  Oman Air Business Class  Muscat Seeb   4,43
 6.  Qatar Airways „al Mourjan“ Business Class  Doha  4,38
 7.  Virgin Atlantic Clubhouse  London Heathrow  4,33
 8.  Icelandair Saga Lounge  Flugstöð Leifs Eiríkssonar  4,2
 9.  British Airways First Class Concorde Room  London Heathrow  4,18
 10.  Qantas Business Class  Hong Kong  4,17
 11.  Qantas Business Class  Singapore Changi  4,17
 12.  Turkish Airlines Business Class Cip  Istanbul Ataturk  4,17
 13.  Srilankan Airlines Seendib Business Class  Colombo  3,89
 14.  South African Serendib Business Class  Jóhannesarborg  3,88
 15.  Emirates First Class  Dubaí  3,86
 16.  Singapore Airlines Business Class  Singapore Changi  3,86
 17.  Asiana Airlines Business Class  Incheon  3,78
 18.  Qantas Business Class  Sydney  3,75
 19.  British Airways Galleries Business Class  London Heathrow  3,65
 20.  Qantas Business Class  Brisbane  3,57