WOW og easyJet saxa á hlutdeild Icelandair

flugtak 860 a

Þó Icelandair hafi fjölgað ferðum sínum um ríflega fjórðung á tveimur árum þá minnkar vægi félagsins í millilandaflugi verulega. Þó Icelandair hafi fjölgað ferðum sínum um ríflega fjórðung á tveimur árum þá minnkar vægi félagsins í millilandaflugi verulega. 
Yfir vetrarmánuðina eru ríflega níu af hverjum tíu áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli á vegum Icelandair, WOW air og easyJet. Hlutdeild þesssara þriggja flugfélaga hefur þó breyst umtalsvert síðustu ár. Lággjaldaflugfélögin tvö hafa nefnilega saxað verulega á forskot Icelandair síðan þau bættust við hóp flugfélaga á Keflavíkurflugvelli árið 2012. Í nóvember það ár stóðu WOW og easyJet samanlagt fyrir um níundu hverri brottför frá flugvellinum en í síðasta mánuði var fjórða hver farþegavél við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á vegum þessara félaga.
Á sama tíma hefur hlutdeild Icelandair dregist verulega saman eða úr nærri 82 prósentum niður í 64.5 prósent eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan. Icelandair hefur hins vegar fjölgað ferðum sínum umtalsvert á þessum tíma en þó hlutfallslega mun minna en WOW og easyJet.

 
GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM OG BÍLALEIGUBÍLUM