Enginn til útlanda á jóladag

fle 860

Í dag eru ekki á dagskrá neinar flugferðir til útlanda og innanlandsflug liggur líka niðri. Frændþjóðirnar eru hins á faraldsfæti í dag. Í dag eru ekki á dagskrá neinar flugferðir til útlanda og innanlandsflug liggur líka niðri. Frændþjóðirnar eru hins á faraldsfæti í dag. 
Það er ekki hægt að fljúga til og frá Íslandi í dag því engar ferðir eru á áætlun Keflavíkurflugvallar og sömu sögu er að segja frá flugvöllunum í Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum. Frá flughöfnum nágrannalandanna eru hins vegar boðið upp á millilanda- og innanlandsflug í dag. Samgöngurnar til útlanda takmarkast ekki við stærstu flughafnir höfuðborganna því frá minni flugvöllum, til að mynda Bergen, Billund og Gautaborg, er einnig flogið til áfangastaða í útlöndum í dag.

Séríslensk hefð

Það er því óvenjulegt að flug liggi niðri þennan dag en þannig hefur það verið um árabil hér á landi nema í fyrra þegar easyJet flug hingað frá Genf um kaffileytið á jóladag. Það var eina ferð dagsins og þurfti að opna Flugstöð Leifs Eiríkssonar sérstaklega til að afgreiða farþegana um borð. easyJet gerir hins vegar hlé á Íslandsflugi sínu í dag og sömu sögu er að segja um önnur erlend flugfélag, til að mynda British Airways og SAS, sem hefðu samkvæmt áætlun átt að fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í dag.