Ekkert verður úr Íslandsflugi frá Prag í sumar

czech airlines

Forsvarsmenn stærsta flugfélags Tékklands hafa hætt við að hefja flug til Íslands á næsta ári. Áfram verður því ekki hægt að fljúga beint héðan til Prag Forsvarsmenn stærsta flugfélags Tékklands hafa hætt við að hefja flug til Íslands á næsta ári. Áfram verður því ekki hægt að fljúga beint héðan til Prag.
Þrátt fyrir að Prag hafi lengi ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu hefur áætlunarflug þangað frá Íslandi verið lítið sem ekkert. Á því átti að verða breyting í sumar því þann sextánda júní næstkomandi stóð til að tékkneska flugfélagið Czech Airlines færi jómfrúarferð sína til Íslands og myndi í framhaldinu bjóða upp á tvær ferðir í viku fram í miðjan september líkt og Túristi greindi frá. Ekkert verður hins vegar af þessum áformum að sögn Daniel Šabík, talsmanns Czech Airlines. Í svari til Túrista segir hann ástæðuna fyrir þessu vera rekstrarlega án þess að skýra það nánar. Alls hefðu verið sæti fyrir um 4 þúsund farþega í vélum Czech Airlines frá Prag til Íslands í sumar.

Fékk góðar viðtökur í tékkneska ferðageiranum

Þegar markaðsfólk Czech Airlines kynnti nýju flugleiðina til Íslands fyrir tékkneskum ferðafrömuðum fékk hún góðar undirtektir en það var hins vegar ekki nóg til þess að félagið héldi sig við upphaflega áætlun sína. Þessar breytingar eru slæm tíðindi fyrir íslensku ferðaþjónustuna og sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins því tékkneskir ferðamenn hér á landi eru mun líklegri til að gista út á landi en aðrir ferðamenn.  Það mun hins vegar ekki vera útlokað að Czech Airlines hefji Íslandsflug á þarnæsta ári.