Stefnir í jólamet í New York

newyork yfir

Það verður þröngt á þingi í verslunum New York borgar í desember og það stefnir í metár hjá kaupmönnum á Manhattan. Það verður þröngt á þingi í verslunum New York borgar í desember og það stefnir í metár hjá kaupmönnum á Manhattan.
Frá fyrsta degi aðventu og fram til áramót er búist við að 5,2 milljónir manna hafi heimsótt New York borg. Og búist er við að þessi stóri hópur eyði um 450 milljörðum króna á meðan á dvöl hans í borginni stendur. Það er aukning um nærri 90 milljarða frá árinu á undan samkvæmt upplýsingum frá ferðamálaráði New York.

Frægt áramótapartí

Þessi fjölmennasta borg Bandaríkjanna hefur lengi verið meðal allra vinsælustu ferðamannastaða heims og til að mynda laðar áramótaveisla borgarbúa við Times Square ávallt til sín mikinn fjölda.

Ládeyða í byrjun janúar

Fyrstu vikur hvers árs hægir samt verulega á gestakomunum til New York og þá bjóða margir hótelstjórar borgarinnar væna afslætti. Til að mynda taka tuttugu hótel þátt í Hotel Week átakinu sem stendur frá þriðja til fimmtánda janúar og veitingamenn og leikhússtjórar eru oft líka með tilboð á þeim tíma árs. Þeir sem vilja til New York á næstu vikum komast þangað með Icelandair en félagið er það eina sem býður upp á áætlunarferðir þangað allt árið um kring. Í febrúar hefst svo Íslandsflug Delta á ný frá JFK flugvelli.