Það er töluverður munur á því hversu þéttsetnar þotur flugfélaganna voru í síðasta mánuði. Það er töluverður munur á því hversu þéttsetnar þotur flugfélaganna voru í síðasta mánuði.
Mánaðarlega birta flugfélög upplýsingar um hversu hátt hlutfall sætanna um borð í vélum þeirra voru bókuð. Hátt hlutfall er þá oft vísbending um góðan gang en lágt miðaverð gæti líka verið hluti af skýringunni.
Hvað sem þeim vangaveltum líður þá er ljóst að sætanýtingin hjá þeim fimm flugfélögum sem voru umsvifamest á Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði var nokkuð misjöfn. Hjá easyJet var nýtingin hæst en þar voru níu af hverjum tíu sæti skipuð farþegum en SAS rak lestina eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Þar sést líka að nýtingin hjá lággjaldaflugfélögunum var nokkru hærri en Icelandair og SAS og er það í takt við það sem gerist og gengur í fluggeiranum. Lággjaldaflugfélög selja alla jafna hærra hlutfall sætanna en hefðbundnu flugfélögin.
Hafa ber í huga að á meðan hlutföllin hjá íslensku flugfélögunum á við ferðir til og frá Íslandi þá eiga tölurnar hjá easyJet, SAS og Norwegian við um allar ferðir flugfélaganna í síðasta mánuði.
Lággjaldaflugfélögin með hærri nýtingu en Icelandair og SAS
