Leikmenn Barcelona fara yfir öryggisatriðin um borð

barcelona qatar

Sífellt fleiri flugfélög útbúa sérstök öryggismyndbönd til að sýna í farþegarýminu í stað þess að treysta á sýnikennslu áhafnarinnar. Hjá Qatar Airways eru það Börsungar sem sjá um þessi mál um þessar mundir.
Við upphaf hverrar flugferðar á segja farþegunum frá því hvernig þeir spenna á sig beltin, hvað þeir eigi að gera ef þrýstingurinn um borð fellur og hvar neyðarútgangar eru. Lengi vel hafa flugfreyjur og flugþjónar séð um kynninguna en nú þegar skjáir eru komnir í sætisbök hjá mörgum flugfélögum hafa sérstök öryggismyndbönd rutt sér til rúms í fluggeiranum. Air France og Icelandair eru meðal flugfélaga sem fara þessa leið og nú hafa forsvarsmenn Qatar Airways fengið leikmenn Barcelona fótboltaliðsins til að leika í sínu myndbandi sem sjá má hér fyrir neðan.