Meðaltekjur leigusala á Airbnb eru 660 þúsund krónur

newyork straeti

Í New York eru um 59 þúsund eignir á skrá og einn af hverjum sex leigusölum selur gistingu í íbúðinni sinni þriðja hvern dag. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum fyrirtækisins. Í New York eru um 59 þúsund eignir á skrá og einn af hverjum sex leigusölum selur gistingu í íbúðinni sinni þriðja hvern dag. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum fyrirtækisins.
Yfirvöld í New York hafa sótt hart að forsvarsmönnum Airbnb um langt skeið og reynt að takmarka útbreiðslu þessarar vinsælu leigusíðu innan borgarmarkanna. Grunsemdir hafa nefnilega verið uppi um að stór hluti þeirra borgarbúa, sem býður út eignir sínar á síðunni, hafi lifibrauð sitt af starfseminni án þess að hafa til þess leyfi. Skatturinn telur líka að margir leigusalar standi ekki skil á opinberum gjöldum. Stjórnendur Airbnb hafa því mátt hafa sig alla við til að standa vörð um starfsemi sína í heimsborginni og liður í vörn þeirra er að opna bækur sínar og birta nokkuð ítarlegar upplýsingar þá 59 þúsund leigusala sem eru á skrá hjá Airbnb í New York. Til samanburðar má geta að á Íslandi er um 3.600 eignir skráðar á Airbnb líkt og hefur framboðið aukist hratt síðustu misseri líkt og Túristi greindi frá.
Gögnin um umsvif Airbnb í New York er aðeins aðgengileg á skrifstofu fyrirtækisins á Manhattan og samkvæmt frétt Bloomberg eru þetta forvitnilegustu upplýsingarnar:

  • 16 prósent leigusala bjóða út íbúðir sínar í meira en 121 dag á ári. Þrjú prósent er með íbúðirnar á skrá í 271 dag eða meira á hverju ári. Forsvarsmenn Airbnb hafa gefið það út að þeir leggist gegn því að fólk leigi út svo stóran hluta af árinu og benda á að meira en helmingur gistikosta á síðunni sé aðeins í boði í eina til þrjátíu nætur á ári.
  • Meðaltekjur leigusala Airbnb í New York eru, sem samsvarar, um 660 þúsund krónur á ári. Þeir sem búa á Manhattan þéna mest eða um 845 þúsund en árstekjurnar eru lægstar í Bronx eða um 420 þúsund.
  • 126 leigusalar í New York borg þéna á bilinu 13 til 45 milljónir á ári í gegnum Airbnb og 888 manns eru með árstekjur uppá 6,5 til 13 milljónir króna. 
  • Fjórðungur teknanna fara til þeirra sem leigja út meira en tvær eignir nær allt árið. Airbnb hefur gefuð út að þetta hlutfall eigi að fara niður í 7 prósent í nánustu framtíð og þannig verði komið til móts við þá gagnrýni að margir stundi þar leyfislausa hótelstarfsemi.
  • Að jafnaði seldu leigusalar Airbnb í New York gistingu í 42 nætur á 12 mánaða tímabili sem samsvarar þremur og hálfri nótt á mánuði.