10 mest lesnu Túristagreinarnar

flug danist soh

Verðkannanir, viðtöl og neytendagreinar eru meðal þess sem lesendur Túrista sýndu mestan áhuga í ár. Verðkannanir, viðtöl og neytendagreinar eru meðal þess sem lesendur Túrista sýndu mestan áhuga í ár.
Þrátt fyrir örtröð á Keflavíkurflugvelli síðastliðið sumar þá var árið 2015 gott ár fyrir íslenska túrista. Úrvalið af beinum flugleiðum til útlanda var meira en nokkru sinni áður og á mörgum leiðum var meiri samkeppni um farþegana en við eigum að venjast. Sérstaklega ef ferðinni var heitið vestur um haf. Verðkannanir Túrista sýndu líka að flugfargjöld lækkuðu í mörgum tilfellum frá því í fyrra. Og dæmi voru um að fargjöld lækkuðu nokkrum klukkutímum eftir að Túristi birti verðkannanir sínar sem sýnir mikilvægi þess að halda úti ferðafjölmiðli sem þessum. Túristi þakkar lesendum fyrir árið og óskar þeim góðrar ferðar á því næsta. 
Hér má svo sjá hvaða 10 Túristagreinar vöktu mesta athygli á árinu 2015.

  1. Bjóða flug til London á 5.055 kr.
  2. Flugleiðir sumarsins 2015
  3. Beint flug milli London og Egilsstaða
  4. Farþegar frá Keflavík fá innanlandsflugið í Bandaríkjunum fyrir smáaura
  5. Engin rök fyrir því að byggja gróðurhús á Keflavíkurflugvelli
  6. Talsmaður Norwegian um íslensku flugfélögin
  7. Ferðast frítt um heiminn á flugpunktum
  8. Massatúrismi af verstu gerð í Reykjavík
  9. Aðeins íslensku flugfélögin rukka fyrir innsláttarvillur
  10. Er Icelandair á leið til Montreal?