Skíðaferðir í Alpanna selja hratt upp

247

Þó desember hafi verið óvenju hlýr á meginlandi Evrópu þá skíðavertíðin hafin í Ölpunum enda nægt næturfrost uppi í fjallgarðinum til að framleiða snjó og margir Íslendingar á leiðinni þangað. Þó desember hafi verið óvenju hlýr á meginlandi Evrópu þá skíðavertíðin hafin í Ölpunum enda nægt næturfrost uppi í fjallgarðinum til að framleiða snjó og margir Íslendingar eru á leiðinni þangað.
Fyrstu þrjá mánuði hvers árs bjóða stærstu ferðaskrifstofur landsins upp á pakkaferðir til austurrískra og ítalskra skíðasvæða. Framboð á þessum ferðum er hins vegar aðeins minna núna en það var síðastliðinn vetur. Þá flugu til að mynda tvær þotur í viku héðan til Salzburg í Austurríki en nú fer bara ein með farþega Heimsferða, Gaman-ferða og WOW. Ferðaskrifstofunnar  Vita og Úrval-Útsýn skipta svo á milli sín sætunum í vélinni sem fer vikulega til Verona á Ítalíu.

Fleiri bókanir en búist var við

Að sögn Tómasar J. Gestssonar, framkvæmdastjóra Heimsferða, hefur sala á skíðaferðum gengið vel og bara fá sæti eftir. Hann útilokar þó ekki að reynt verði að bæta við sætum á næstunni. Hjá Vita er sömu sögu að segja því þar eru allar skíðaferðir til Verona á Ítalíu löngu uppseldar nema fá sæti laus í tvær brottfarir. Þór Bæring hjá Gaman ferðum er einnig ánægður með undirtektirnar og segir að bókanir hafa verið fleiri en búist hafði verið við. Bændaferðir eru eina ferðaskrifstofan sem býður sérstakar gönguskíðaferðir og þar eru fá sæti laus.

Áætlunarflug til Alpanna

Þeir sem ætla að skipuleggja eigin skíðaferð í Alpanna geta komist næst fjallgarðinum með því að nýta sér áætlunarflug Icelandair til Munchen og svo flýgur WOW vikulega til Salzburg. Frá lokum febrúar verða vélar easyJet svo á ferðinni hingað frá Genf og Basel í Sviss. Frá þessum flugvöllum er ekki ýkja löng keyrsla upp í góð skíðasvæði og stundum er hægt að nýta sér lestar- og rútuferðir.

Beint á skandinvísk og amerísk skíðasvæði

Það eru ekki bara Alparnir sem eru í flugsambandi við Ísland því beint flug Icelandair til Denver hefur stytt vegalengdina til nokkurra af rómuðustu skíðastaða Bandaríkjanna. Frá flugvellinum í Denver tekur t.a.m. rúma tvo tíma að keyra að hinu þekkta skíðasvæði við Vail en aksturinn inn í Aspen tekur helmingi lengri tíma. Áætlunarflug Icelandair til Edmonton styttir svo ferðatímann til nokkurra þekktustu skíðasvæða í Kanada.
Svo má ekki gleyma að frændur okkar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru miklir skíðamenn og hafa upp á mörg ljómandi svæði að bjóða. Flest þó nokkurn spöl frá höfuðborgunum sem flogið er til mjög regulega frá Íslandi. 
TENGDAR GREINAR: AÐ TAKA SKÍÐIN MEÐ EÐA LEIGJA?