Samfélagsmiðlar

Skíðaferðir í Alpanna selja hratt upp

247

Þó desember hafi verið óvenju hlýr á meginlandi Evrópu þá skíðavertíðin hafin í Ölpunum enda nægt næturfrost uppi í fjallgarðinum til að framleiða snjó og margir Íslendingar á leiðinni þangað. Þó desember hafi verið óvenju hlýr á meginlandi Evrópu þá skíðavertíðin hafin í Ölpunum enda nægt næturfrost uppi í fjallgarðinum til að framleiða snjó og margir Íslendingar eru á leiðinni þangað.
Fyrstu þrjá mánuði hvers árs bjóða stærstu ferðaskrifstofur landsins upp á pakkaferðir til austurrískra og ítalskra skíðasvæða. Framboð á þessum ferðum er hins vegar aðeins minna núna en það var síðastliðinn vetur. Þá flugu til að mynda tvær þotur í viku héðan til Salzburg í Austurríki en nú fer bara ein með farþega Heimsferða, Gaman-ferða og WOW. Ferðaskrifstofunnar  Vita og Úrval-Útsýn skipta svo á milli sín sætunum í vélinni sem fer vikulega til Verona á Ítalíu.

Fleiri bókanir en búist var við

Að sögn Tómasar J. Gestssonar, framkvæmdastjóra Heimsferða, hefur sala á skíðaferðum gengið vel og bara fá sæti eftir. Hann útilokar þó ekki að reynt verði að bæta við sætum á næstunni. Hjá Vita er sömu sögu að segja því þar eru allar skíðaferðir til Verona á Ítalíu löngu uppseldar nema fá sæti laus í tvær brottfarir. Þór Bæring hjá Gaman ferðum er einnig ánægður með undirtektirnar og segir að bókanir hafa verið fleiri en búist hafði verið við. Bændaferðir eru eina ferðaskrifstofan sem býður sérstakar gönguskíðaferðir og þar eru fá sæti laus.

Áætlunarflug til Alpanna

Þeir sem ætla að skipuleggja eigin skíðaferð í Alpanna geta komist næst fjallgarðinum með því að nýta sér áætlunarflug Icelandair til Munchen og svo flýgur WOW vikulega til Salzburg. Frá lokum febrúar verða vélar easyJet svo á ferðinni hingað frá Genf og Basel í Sviss. Frá þessum flugvöllum er ekki ýkja löng keyrsla upp í góð skíðasvæði og stundum er hægt að nýta sér lestar- og rútuferðir.

Beint á skandinvísk og amerísk skíðasvæði

Það eru ekki bara Alparnir sem eru í flugsambandi við Ísland því beint flug Icelandair til Denver hefur stytt vegalengdina til nokkurra af rómuðustu skíðastaða Bandaríkjanna. Frá flugvellinum í Denver tekur t.a.m. rúma tvo tíma að keyra að hinu þekkta skíðasvæði við Vail en aksturinn inn í Aspen tekur helmingi lengri tíma. Áætlunarflug Icelandair til Edmonton styttir svo ferðatímann til nokkurra þekktustu skíðasvæða í Kanada.
Svo má ekki gleyma að frændur okkar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru miklir skíðamenn og hafa upp á mörg ljómandi svæði að bjóða. Flest þó nokkurn spöl frá höfuðborgunum sem flogið er til mjög regulega frá Íslandi. 
TENGDAR GREINAR: AÐ TAKA SKÍÐIN MEÐ EÐA LEIGJA?

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …