Samfélagsmiðlar

Deila áhyggjum með Skúla Mogensen

isavia kef gudni

Möguleikar Keflavíkurflugvallar á að taka á móti fyrirsjáanlegri aukningu farþega veldur ekki aðeins hugarangri hjá forstjóra WOW air heldur einnig forsvarsmönnum Isavia. Möguleikar Keflavíkurflugvallar á að taka á móti fyrirsjáanlegri aukningu farþega veldur ekki aðeins hugarangri hjá forstjóra WOW air heldur einnig forsvarsmönnum Isavia. Þeir benda hins vegar á að ef flugstöðin væri nýtt jafnar yfir daginn væri staðan betri.
Margt bendir til að Keflavíkurflugvöllur nái ekki að halda í við vaxtaráform WOW air á næstu árum að mati Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. Hann íhugar þar af leiðandi að flytja hluta af starfsemi félagsins á annan flugvöll til að fullnýta þau sóknarfæri sem félagið hefur líkt og kom fram í grein Túrista í vikunni. WOW air er í dag annað umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli og lætur nærri að sjötta hver vél við flugstöðina sé á vegum íslenska lággjaldaflugfélagsins. Í farþegaspám WOW, fyrir næstu ár, er gert ráð fyrir mikilli aukningu en stærð Keflavíkurflugvallar gæti hamlað þeim vexti að mati forstjóra WOW air. Forsvarsmenn flugvallarins draga ekki dul á að núverandi staða sé snúin.

Farþegaaukningin tveimur árum á undan áætlun

„Við hjá Isavia erum að mörgu leyti sammála áhyggjum Skúla Mogensen forstjóra WOW Air. Fjölgun farþega hefur verið langt umfram allar spár og talsvert umfram áætlanir WOW, Icelandair og annarra flugfélaga sem fljúga um Keflavíkurflugvöll,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, aðspurður um þessar þreifingar hjá WOW air. „Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar byggir á áætlunum flugfélaganna sem nota Keflavíkurflugvöll og þær tölur sem notaðar voru til grundvallar henni eru frá fyrri hluta árs 2015. Á þeim stutta tíma sem liðinn er hefur orðið gríðarlega mikil aukning hjá félögunum og allar áætlanir þeirra breyst. Ný farþegaspá sem Isavia kynnti nú í lok nóvember gerir þannig ráð fyrir um 8 milljónum farþega árið 2018. Það er rétt að þær forsendur sem voru grundvöllur að þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar gerðu ráð fyrir sex milljónum farþega árið 2018 en þær spár hafa breyst með breyttum áætlunum flugfélaganna. Nýjustu tölur frá flugfélögunum sýna að yfir sex milljónir farþega munu ferðast um flugvöllinn strax á næsta ári. Þetta þýðir að farþegaaukningin er tveimur árum á undan áætlun og að við þurfum að hugsa hratt og gera allt sem við getum til að auka afkastagetuna á mestu álagstímunum.“

Undirbúa komur breiðþota Icelandair og WOW

Nýverið tilkynnti WOW air að félagið hyggðist notast við þrjár Airbus breiðþotur á næsta ári og nýverið bættust tvær Boegin breiðþotur við flugflota Icelandair og verða þær teknar í notkun á næsta ári. Guðni segir að Isavia hafi þess vegna strax hafist handa við að stækka farangursflokkurnarsal flugstöðvarinnar til að mæta nýjum þörfum viðskiptavina sinna. „Framkvæmdir við þessa 3.000 fermetra byggingu hófust nú í haust og þeim mun ljúka fyrir næsta sumar. Þegar allt er talið verður flugstöðin um 9.000 fermetrum stærri sumarið 2016 en hún var í byrjun sumars 2015 og er það til marks um framkvæmdahraðann. Aðrar stækkanir eru í farvatninu á næstunni og í heild verður flugstöðin tvöfölduð að stærð fyrir árið 2022.“ Guðni bendir jafnframt á að það sé alltaf nokkurra ára verkefni að byggja tuga þúsunda fermetra mannvirki. „Það þarf alltaf að gera ráð fyrir tíma í hönnun, undirbúning og byggingu og ný farþegaspá sem gerir ráð fyrir hraðari fjölgun getur ekki flýtt þessari vinnu. Starfsfólk Isavia hefur hins vegar náð bæði að byggja mikið og gera aðrar afkastaaukandi breytingar á mjög stuttum tíma til þess að hægt sé að taka við yfir sex milljónum farþega á næsta ári, rúmlega þrefalt fleiri farþegum en fóru um flugstöðina árið 2010.“
Kef alag sumar2016

Sameiginlegir hagsmunir allra

Á morgnana, seinnipartinn og í kringum miðnætti koma og fara flestar vélar eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan en á sumum tímum dags er umferðin nánast engin og þar gætu tækifærin legið. „Ástæðan fyrir því að flugstöðin er mjög þéttsetin á mestu álagstímum er sú að það hentar núverandi viðskiptaáætlunum Icelandair og WOW að vera á þessum tímum. Það eru hins vegar mikil tækifæri á vexti utan þessara álagstíma. Flugvöllurinn er alls ekki flöskuháls á ferðalög til og frá landinu, það er nóg rými fyrir meiri umferð utan þriggja álagspunkta sólarhringsins,“ segir Guðni og bæti því við að ef félögin sæju sér fært að fjölga líka ferðum utan álagstíma, á meðan á stækkun flughafnarinnar stendur, þá væru tækifærin til þess næg. „Þá náum við að vinna okkur í gegnum þennan mikla og jákvæða vöxt saman. Því hagsmunir Isavia, flugfélaganna og íslensku þjóðarinnar liggja að sjálfsögðu saman,“ segir Guðni.

Frábær staðsetning flugvallar

Í dag eru það aðallega íslensku flugfélögin sem standa undir umferðinni á morgnana og seinnipartinn en stóri hluti af ferðunum í kringum miðnætti á sumrin er á vegum erlendra flugfélaga sem bjóða upp á næturflug héðan til meginlands Evrópu. Álagið er því mjög mikið á þessum tímum og Guðni segir marga aðila hafa unnið gott verk til að halda utan um þessa miklu umferð. „Okkur finnst, eins og öðrum, ótrúlegt að sjá hvað WOW og Icelandair hafa vaxið hratt síðustu árin en það hefur líka verið unnið ótrúlegt verk hjá starfsfólki Isavia og auðvitað öðrum rekstraraðilum á Keflavíkurflugvelli til að mæta farþegaaukningunni. En meginástæðan fyrir því að þessi vöxtur hefur verið mögulegur er sú að Keflavíkurflugvöllur er frábærlega staðsettur á milli heimsálfa og með góðri samvinnu og framtíðarsýn getur Ísland orðið mikilvægasti tengipunkturinn milli þriggja heimsálfa, Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu.“

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …