Varasamt að velja íslenskar krónur í erlendum posa

peningur didier weemaels

Þegar greitt er með íslensku greiðslukorti í útlöndum getur kaupandinn valið um að borga í gjaldmiðli viðkomandi lands eða í íslenskum krónum. Seinni kosturinn getur reynst dýrkeyptur.
Það eru vafalítið margir sem kjósa að hafa sem minnst reiðufé á sér þegar þeir ferðast í útlöndum. Vilja þá heldur borga fyrir vörur og þjónustu með greiðslukortum. Í dag eru posar á veitingahúsum, verslunum, hótelum og víðar þannig úr garði gerðir að þeir geta umreiknað upphæðina yfir í gjaldmiðil þess lands sem greiðslukortið er gefið út í. Korthafinn getur þá valið hvort hann borgi umreiknaða krónuupphæð eða þann prís sem gefinn var upp í gjaldmiðli landsins sem dvalið er í. 

Þægilegt en dýrt

Að fá nákvæmt verð í íslenskum krónum er örugglega góður kostur í huga margra því alltaf erum við að reyna að átta okkur á hvað hlutirnir kosta í krónum talið þegar við erum á ferðalagi í útlöndum. Skiptir þá engu hvort um er að ræða köku á kaffihúsi, peysu í fatabúð eða leigubílaskutl. En því miður þá eru miklar líkur á því að gengið íslensku krónunnar í þessum erlendu posarnir sé nokkuð lægra en gengið sem íslensku kreditkortafyrirtækin nota. Korthafinn endar því á að borga hærri upphæð eins og rakið er í nýjum pistli á heimasíðu Landsbankans um þessa nýju posaþjónustu sem er, eins og ofan er rakið, eiginlega úlfur í sauragæru.