Nærri tvöfaldur verðmunur í sömu flugferðirnar til Tenerife

kanari strond

Í dag kosta sæti í sömu ferðina til Tenerife 44.500 hjá einni ferðaskrifstofu en 84.900 hjá annarri. Verðlagning systurfélaganna Heimsferða og Primeraair er líka mjög ólík. Í dag kosta sæti í sömu ferðina til Tenerife 44.500 hjá einni ferðaskrifstofu en 84.900 hjá annarri. Verðlagning systurfélaganna Heimsferða og Primeraair er líka mjög ólík.
Framboð á flugi héðan til spænsku eyjunnar Tenerife hefur aukist umtalsvert með tilkomu áætlunarflugs WOW air og samkeppni í sölu á pakkaferðum þangað er núna meiri eftir að Gaman ferðir, dótturfélag WOW air, kom inn á markaðinn. Þrátt fyrir þetta aukna framboð þá eru jólaferðirnar til Tenerife nær uppseldar en af fargjöldunum að dæma þá er töluvert af lausum sætum í flugvélarnar sem halda til Tenerife eftir áramót því nokkuð er um að flugmiði, aðra leið, kosti innan við 20 þúsund krónur sem er óvenju lítið. 

Allt að tvöfaldur munur

Verðlagning á þessum óseldu plássum er hins vegar mjög ólík jafnvel þó um sé að ræða sæti í sömu flugferðirnar. Til að mynda er núna hægt að kaupa farmiða, án gistingar, með Sumarferðum til Tenerife þann 26. janúar og heim aftur þann 2. febrúar á 44.500 krónur. Flogið verður í leiguflugi Icelandair sem ferðaskrifstofan Vita selur einnig sæti í. Þar kostar farið í þessa sömu flugferð hins vegar 84.900 krónur eða um 90 prósent meira en hjá Sumarferðum.
Primeraair flýgur einnig til Tenerife þessa sömu daga og ef bókað er á heimasíðu flugfélagsins kostar flugmiðinn 35.990 kr. en 45.790 kr. að viðbættu farangursgjaldi. Hjá Heimsferðum, systurfélagi Primeraair, kostar farið í þessa ferð 79.900 krónur. Verðið hjá Heimsferðum er s.s. meira en tvöfalt hærra en munurinn minnkar ef bætt er við innrituðum farangri við pöntun hjá Primeraair. Vél WOW air flýgur einnig til Tenerife þessa sömu daga og þar kostar farið 35.807 krónur en 45.805 krónur ef einnig er bókað fyrir tösku. 

Flug til Tenerife 26. janúar og heim 2.febrúar:

 Ferðaskipuleggjandi Verð Flogið með
WOW air 35.807 kr. (45.805 kr. m farangri) WOW air
Primeraair 35.990 kr. (45.790 kr. m. farangri) Primeraair
Sumarferðir 44.500 kr. Icelandair leiguflug
Heimsferðir 79.900 kr. Primeraair
Vita 84.900 kr. Icelandair leiguflug

VILTU GERA VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM OG BÍLALEIGUBÍLUM?