Samfélagsmiðlar

Vínræktarhéröðin sem ferðast á til á næsta ári

vinber jassy onyae

Matur og vín ræður för hjá ófáum ferðamönnum og hér eru þau vínræktarhéruð sem skrípentar ferðaritsins Conde Nast Traveler mæla með að vínáhugafólk heimsæki á næsta ári. Matur og vín ræður för hjá ófáum ferðamönnum og hér eru þau vínræktarhéruð sem skrípentar ferðaritsins Conde Nast Traveler mæla með að vínáhugafólk heimsæki á næsta ári.

Valais í Sviss

Svisslendingum er tamt að segja, með bros á vör, að ástæðan fyrir því að þarlend vín fáist sjaldan í útlöndum sé sú að þau séu einfaldlega of góð til að deila með heimsbyggðinni. Þrátt fyrir þessi meintu gæði þá eru svissnesk vín ekki mjög áberandi á veitingahúsum þar í landi og þeir fulltrúar landsins sem rata inn á erlenda vínseðla eru helst frá Valais, í suðvesturhluta landins, þar sem Matterhorn gnæfir yfir nokkrum þekktustu skíðasvæðum Alpanna. Útsýnið frá vínekrunum í Valais er því mjög tignarlegt.

Móseldalurinn í Þýskalandi

Þekktasta vínræktarhérað Þjóðvera er ákaflega fallegt og í gegnum aldirnar hafa heimamenn byggt þar fagra bæi allt í kringum vínvíðin. Heimsókn á þetta svæði er því ekki aðeins veisla fyrir bragðlaukana heldur líka augun.

Ísrael

Misjafnlega mislukkuð kosher vín hafa verið einkennandi fyrir ísraelska vínframleiðslu síðustu áratugi en ný kynslóð vínbænda þar í landi hefur tekið upp klassískar aðferðir til að færa framleiðsluna á hærra plan. 

Etna á Sikiley

Síðustu ár hafa vínbændur á Sikiley ógnað veldi starfsbræðra sinna í Toskana héraði sem hafa lengi þótt þeir fremstu á Ítalíu. Þeir sem vilja kynna sér góð sikileysk vín í fallegu umhverfi gera það helst við hlíðar eldfjallsins Etnu.

Rónardalurinn í Frakklandi

Fjölbreytnin í Rónardalnum í er mikil. Í suðurhluta hans eru það Châteauneuf-du-Pape og Côtes du Rhône sem eru í aðalhlutverki en norðar eiga Côte-Rôtie og Hermitage Syrah senuna.

Piemonte á Ítalíu

Á þessum slóðum smellpassa að sjálfsögðu hin göfugu Barolo og Barbaresco vín fullkomlega með matnum sem heimamenn bera á borð í öllum fallegu miðaldarbæjum héraðsins. Heimsókn til Le Langhe er skyldustopp að mati Conde Nast en ekki má gleyma að koma við í Monferrato og Canavese til að bragða á minna þekktum vínum.

Prince Edward sýsla í Ontaríó í Kanada

Eitt mest spennandi vínræktarsvæði Kanada liggur við norðurhluta Ontaríóvatns. Jarðvegurinn og veðurfarið hentar fullkomlega til að búa til að búa til klassísk Burgundy vín úr Pinot noir og Chardonnay en heimamenn spreyta sig einnig á Riesling og Syrah.

Santorini á Grikklandi

Fagurbláa hafið og hin þekktu hvítu hús með bláum þökum hafa lengi laðað ferðamenn til þessarar grísku eyju. Nú er það líka hvítvín eyjaskeggja, Assyrtiko, sem fær fólk til að sigla til Santorini enda passar það fullkomlega með grilluðum smokkfiski, kolkrabba og heilsteikta fískinum og öllu öðru sem einkennir matarkúltúr Santorini.

Georgía

Undanfarin ár hafa vín frá þessu landi, sem áður tilheyrði Sovétríkjunum, vakið athygli þó vínrækt hafi verið stunduð þar frá aldaröðli. Í Georgíu hafa menn leyft víninu að eldast og þroskast í leirílátum sem kallast kvevris og eru geymd neðanjarðar. Sú aðferð er farin að riðja sér til rúms í öðrum löndum en þeir sem vilja kynna sér upprunan fara til Georgíu.
Sjá grein Conde Nast Traveler

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …