Samfélagsmiðlar

Vínræktarhéröðin sem ferðast á til á næsta ári

vinber jassy onyae

Matur og vín ræður för hjá ófáum ferðamönnum og hér eru þau vínræktarhéruð sem skrípentar ferðaritsins Conde Nast Traveler mæla með að vínáhugafólk heimsæki á næsta ári. Matur og vín ræður för hjá ófáum ferðamönnum og hér eru þau vínræktarhéruð sem skrípentar ferðaritsins Conde Nast Traveler mæla með að vínáhugafólk heimsæki á næsta ári.

Valais í Sviss

Svisslendingum er tamt að segja, með bros á vör, að ástæðan fyrir því að þarlend vín fáist sjaldan í útlöndum sé sú að þau séu einfaldlega of góð til að deila með heimsbyggðinni. Þrátt fyrir þessi meintu gæði þá eru svissnesk vín ekki mjög áberandi á veitingahúsum þar í landi og þeir fulltrúar landsins sem rata inn á erlenda vínseðla eru helst frá Valais, í suðvesturhluta landins, þar sem Matterhorn gnæfir yfir nokkrum þekktustu skíðasvæðum Alpanna. Útsýnið frá vínekrunum í Valais er því mjög tignarlegt.

Móseldalurinn í Þýskalandi

Þekktasta vínræktarhérað Þjóðvera er ákaflega fallegt og í gegnum aldirnar hafa heimamenn byggt þar fagra bæi allt í kringum vínvíðin. Heimsókn á þetta svæði er því ekki aðeins veisla fyrir bragðlaukana heldur líka augun.

Ísrael

Misjafnlega mislukkuð kosher vín hafa verið einkennandi fyrir ísraelska vínframleiðslu síðustu áratugi en ný kynslóð vínbænda þar í landi hefur tekið upp klassískar aðferðir til að færa framleiðsluna á hærra plan. 

Etna á Sikiley

Síðustu ár hafa vínbændur á Sikiley ógnað veldi starfsbræðra sinna í Toskana héraði sem hafa lengi þótt þeir fremstu á Ítalíu. Þeir sem vilja kynna sér góð sikileysk vín í fallegu umhverfi gera það helst við hlíðar eldfjallsins Etnu.

Rónardalurinn í Frakklandi

Fjölbreytnin í Rónardalnum í er mikil. Í suðurhluta hans eru það Châteauneuf-du-Pape og Côtes du Rhône sem eru í aðalhlutverki en norðar eiga Côte-Rôtie og Hermitage Syrah senuna.

Piemonte á Ítalíu

Á þessum slóðum smellpassa að sjálfsögðu hin göfugu Barolo og Barbaresco vín fullkomlega með matnum sem heimamenn bera á borð í öllum fallegu miðaldarbæjum héraðsins. Heimsókn til Le Langhe er skyldustopp að mati Conde Nast en ekki má gleyma að koma við í Monferrato og Canavese til að bragða á minna þekktum vínum.

Prince Edward sýsla í Ontaríó í Kanada

Eitt mest spennandi vínræktarsvæði Kanada liggur við norðurhluta Ontaríóvatns. Jarðvegurinn og veðurfarið hentar fullkomlega til að búa til að búa til klassísk Burgundy vín úr Pinot noir og Chardonnay en heimamenn spreyta sig einnig á Riesling og Syrah.

Santorini á Grikklandi

Fagurbláa hafið og hin þekktu hvítu hús með bláum þökum hafa lengi laðað ferðamenn til þessarar grísku eyju. Nú er það líka hvítvín eyjaskeggja, Assyrtiko, sem fær fólk til að sigla til Santorini enda passar það fullkomlega með grilluðum smokkfiski, kolkrabba og heilsteikta fískinum og öllu öðru sem einkennir matarkúltúr Santorini.

Georgía

Undanfarin ár hafa vín frá þessu landi, sem áður tilheyrði Sovétríkjunum, vakið athygli þó vínrækt hafi verið stunduð þar frá aldaröðli. Í Georgíu hafa menn leyft víninu að eldast og þroskast í leirílátum sem kallast kvevris og eru geymd neðanjarðar. Sú aðferð er farin að riðja sér til rúms í öðrum löndum en þeir sem vilja kynna sér upprunan fara til Georgíu.
Sjá grein Conde Nast Traveler

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …