10 atriði sem flugfarþegar ættu helst ekki að gera

PLANE MANNERS LCY INFO860x1216

Í háloftunum þurfum að deila sætisröðum með ókunnugu fólki í margra klukkutíma og það getur ýmislegt reynt á sambúðina. Sérstaklega ef sessunauturinn er frekur á plássið, talar hátt, blótar eða er dónalegur við áhöfnina.
Við verðum sitja þétt saman á meðan við fljúgum til og frá landinu og erum föst í farþegarýminu tímunum saman. Þá skiptir vissulega máli að allir hagi sér vel, kunni mannasiði og séu þrifalegir. Það er hins vegar ekki gefið að allir hafi þetta í heiðri og því hafa starfsmenn London City flugvallar útbúið lista með þeim tíu atriðum sem fara víst helst í taugarnar á fólki þegar það fer um háloftin.
Þetta skaltu ekki gera í flugi nema þú viljir fara í taugarnar á fólkinu í kringum þig:

  1. Halla sætinu eins langt aftur og hægt er.
  2. Taka báða stólarmana
  3. Vera dónalegur við áhöfnina
  4. Vera með það stóran handfarangur að ekki er pláss fyrir töskur annarra í hólfunum.
  5. Tala hátt við ferðafélagana
  6. Riðjast fremst eftir lendingu til að komast sem fyrst í vegabréfaskoðunina
  7. Standa stanslaust upp til að ná í hluti í töskuhólfið
  8. Setja fæturna á milli stólbakanna fyrir framan
  9. Blóta hátt án þess að taka tillit til þess að börn gætu heyrt orðasöfnuðinn
  10. Blokka gluggann þannig að enginn annar sér út