52 mest spennandi áfangastaðir ársins

malta lee dobson

Ferðaskríbentar stórblaðsins New York Times segjast hér vera með lista yfir áhugaverðustu viðkomustaðina. Enginn íslenskur er þar á meðal.
Mexíkóborg, vínræktarhéröðin í Bordeaux og smáríkið Malta eru í efstu þremur sætunum yfir þá 52 staði sem fólk á faraldsfæti ætti helst að leggja leið sína í ár. Listinn er fjölbreyttur og veitir ófáum innblástur fyrir skipulagningu ferðalaga ársins. Því miður dugar ekki að ferðast innanlands til að geta hakað við nöfn á listanum þar sem á honum eru aðeins að finna útlönd. Ísland komst s.s. ekki á blað hjá New York Times.
Hér er topp tíu listinn en hina 42 staðina má skoða í glæsilegri framsetningu að hætti New York Times:

  1. Mexíkóborg
  2. Bordeaux
  3. Malta
  4. Coral Bay, St. John
  5. Theadore Roosevelt þjóðgarðurinn, Norður-Dakota
  6. Mozambique
  7. Toronto
  8. Abu Dhabi
  9. Skánn í Svíþjóð
  10. Vinales á Kúbu