Aðeins 10 rauðir dagar í ár

helsinki kirsjuberjatre jussi hellsten

Hér eru dagsetningar fyrir þá sem vilja skipuleggja ferðalag út í heim í kringum lögbundna frídaga og spara þannig orlofið. Hér eru dagsetningar fyrir þá sem vilja skipuleggja ferðalag út í heim í kringum lögbundna frídaga og spara þannig orlofið.
Í hittifyrra voru rauðu dagarnir 12 talsins en á síðasta ári fækkaði þeim um einn þar sem annar í jólum var á laugardegi. Í ár verður jóladagur hins vegar á sunnudegi en annar í jólum á mánudegi. Rauðu frídagarnir í kringum jól verða þar með jafnmargir en hins vegar lendir aðfangadagur núna á laugardegi og þó hann sé ekki lögbundinn frídagur þá fá margir aukafrí þann 24. desember og sá bónus fellur niður í ár. Sömu sögu er að segja um gamlársdag. Það verða þar af leiðandi fjórir vinnudagar milli jóla og nýárs þetta árið.

1. maí á sunnudegi

Þó almennir launþegar fari ekki á mis við rauða daga í kringum hátíðirnar í lok árs þá gerist það hins vegar þann 1. maí nk. því baráttudagur verkalýðsins verður á sunnudegi. Þar með verða rauðu dagarnir aðeins 10 árið 2016 eins og sjá má á upptalningu hér fyrir neðan. Á næsta ári verða rauðu dagarnir jafn margir.

Ódýrir farmiðar í vor

Þeir sem vilja skipuleggja ferðalög í kringum rauða daga, til að mynda lengri borgarferð í tengslum við alla frídagana á vorin, geta í dag gert góð kaup á farmiðum. Samkvæmt athugun Túrista eru fargjöld til vinsælla áfangastaða í kringum fyrsta sumardag og uppstigningardag ennþá lág og finna má úrval af farmiðum, báðar leiðir, á 15 til 35 þúsund krónur. Farmiðaverð í páskavikunni eru líka ennþá hagstæð í mörgum tilfellum líkt og kom fram í verðkönnun síðustu viku.
Ef stefnan er sett á lengri ferðir í byrjun sumars þá er tilvalið að leggja í hann þann 17. júní þar sem þjóðhátíðardagurinn er á föstudegi í ár. En kannski er skemmtilegra að verja þeim degi hér heima en auðvitað má líka þefa uppi Íslendingafögnuði í útlöndum helgina eftir. Íslendingar í útlöndum verða nefnilega að halda upp á 17.júní á laugardegi eða sunnudegi þar sem þeir fá auðvitað ekki frí í miðri viku til að halda upp á þann sautjánda. 

Rauðir dagar 2016
Nýársdagur, 1. janúar – föstudagur
Skírdagur, 24. mars – fimmtudagur
Föstudagurinn langi, 25. mars – föstudagur
Annar í páskum, 28.mars – mánudagur
Sumardagurinn fyrsti, 21. apríl – fimmtudagur
Uppstigningardagur, 5. maí – fimmtudagur
Annar í hvítasunnu, 15.maí – mánudagur
Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní – föstudagur
Frídagur verslunarmanna, 1.ágúst – mándagur
Annar í jólum, 26.desember – mánudagur
SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM OG BÍLALEIGUBÍLUM