Vor-, sumar- og haustáætlun flugfélaganna

flugvel john cobb

Áætlunarflug til útlanda verður mun meira í ár en áður og samkeppnin á sumum flugleiðum eykst til muna.
Það verður boðið upp á reglulegar ferðir frá íslenskum millilandaflugvöllum til um áttatíu erlendra flughafna á meðan sumaráætlun flugfélaganna er í gildi frá lokum mars og til enda októbermánaðar. Langstærsti hluti ferðanna er bundinn við Keflavíkurflugvöll en þar er á dagskrá áætlunarflug til 66 borga í N-Ameríku og Evrópu, þar af eru tíu nýjar. Við þetta bætist svo leiguflug á vegum ferðaskrifstofa. Þetta er meira framboð en áður og á nokkrum flugleiðum verður samkeppnin harðari en síðustu ár. Á kortunum hér fyrir neðan má sjá alla þá áfangastaði sem hægt verður að fljúga til og hvaða flugfélög fljúga hvert.