Bjóða upp á 4G samband í 24 löndum

gsm

Viðskiptavinir Vodafone geta núna komist í hratt netsamband í símunum sínum í fleiri löndum og nú síðast bættist Danmörk við listann. Viðskiptavinir Vodafone geta núna komist í hratt netsamband í símunum sínum í fleiri löndum og nú síðast bættist Danmörk við listann.
Snjallsímar spila alltaf stærra og stærra hlutverk í ferðalaginu. Þeir geta haldið utan um ferðagögnin, vísað stystu leiðina um ókunnugar slóðir og gera okkur kleift að deila ferðalaginu með fólkinu heima. Það kostar hins vegar sitt að tengjast símkerfum í útlöndum en ESB hefur reyndar lækkað verðþak á þeirri þjónustu umtalsvert síðustu ár. Símafyrirtækin bjóða líka sérstakar þjónustur fyrir fólk á faraldsfæti og því ættu ófyrirséðir risasímareikningar að heyra sögunni til. 

Ný dönsk tenging

En það skiptir líka máli að símasambandið sé gott því hægt net getur kostar notandann ennþá meira en það hraða. Í dag eru flestir hér á landi með 4G reiki í símanum sínum en verða oft að sætta sig við 3G í utanlandsferðinni. Sambandið í útlöndum fer hins vegar batnandi og til að mynda geta viðskiptavinir Vodafone núna komist á 4G net í 24 löndum  en síðustu vikur hafa 5 lönd bæst við þann hóp. Þar á meðal Danmörk. Til samanburðar býður Síminn upp á þess háttar tengingu í 17 löndunum en upplýsingar um umfang reikis hjá hinum símafyrirtækjunum er ekki að finna á heimasíðum fyrirtækjanna.