Boðar hámarksverð á drykkjarvatn í flugstöðvum

flugfarthegi

Þar sem farþegar mega ekki taka með sér vatn að heiman í flugið þá er óverjandi að þeir geti ekki svalað þorsta sínum í flugstöðvum gegn sanngjarni þóknun að mati forsvarsmanna Evrópusambandsins. Þar sem farþegar mega ekki taka með sér vatn að heiman í flugið þá er óverjandi að þeir geti ekki svalað þorsta sínum í flugstöðvum gegn sanngjarni þóknun að mati forsvarsmanna Evrópusambandsins.
Í nærri áratug hefur sú regla gilt að flugfarþegar mega aðeins taka með sér vökva í gegnum öryggisleita sem kemst fyrir í 100 millilítra umbúðum. Það er rétt um tveir sopar af drykkjarvatni og þeir sem vilja svala þorstanum áður en farið er um borð í flugvélina þurfa þá oftast að kaupa sér vatn eða biðja um það með öðrum veitingum. Vissulega er einnig hægt að fá vatns úr klósettkrönum og vatnshönum. Líklega enda hins vegar flestir á því að kaupa sér vatnsflöskur og þær reynast oft vera mun dýrari á flugvöllunum en út í bæ. Þessu vill Violeta Bulc, sem á sæti í framkvæmdastjórn ESB, breyta og vinnur nú að nýrri reglugerð sem tryggir öllum farþegum á flughöfnum innan ESB svæðisins hálfslítra vatnsflöskur sem ekki mega kosta meira en eina evru, um 140 krónur. Samkvæmt frétt hins danska Politiken eiga flöskurnar að vera á boðstólum um leið og fólk kemur í gegnum öryggisleitina svo það þurfi ekki að þramma um alla flugstöðina til að finna þetta sérstaka ESB vatn.
Líkt og kom fram í frétt Mbl.is nýverið þá voru vatnshanar settir upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar nýverið þar sem ekki var kalt kranavatn á salernum flugstöðvarinnar.

Sex af níu flugfélögum rukka fyrir vatnið

Þeir farþegar sem vilja spara sér vatnskaupin í flugstöðvum og heldur fá sér eitthvað í háloftunum þurfa oftar en ekki að borga fyrir vatnið þar. Til að mynda rukka sex af þeim níu flugfélögum sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í vetur fyrir allar veitingar um borð, þar á meðal vatnið. Kosta vatnsflöskurnar á bilinu 250 til 390 krónur líkt og sjá má í nýlegri verðkönnun Túrista á flugvélamat. Aðeins hjá Airberlin, British Airways og Icelandair eru drykkkir innifaldir í fargjaldinu.
VILTU FÁ TÚRISTAGREINAR OG FERÐATILBOÐ Í PÓSTHÓLFIÐ ÞITT? – SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU Í PARÍS