Ferðaþjónustan á landsbyggðinni mælir sér mót í dag

erlendir ferdamenn

Markaðsstofur landshlutanna standa fyrir ferðasýningu í flugskýli Ernis í dag og markmiðið er að fjölga ferðamönnum utan höfuðborgarinnar. Markaðsstofur landshlutanna standa fyrir ferðasýningu í flugskýli Ernis í dag og markmiðið er að fjölga ferðamönnum utan höfuðborgarinnar.
Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar út á landi efna til ferðasýningarinnar Mannamót 2016 við Reykjavíkurflugvöll í dag. Tilgangurinn að auka dreifingu ferðamanna um landið allt með því að mynda og efla tengsl á milli ferðaþjónustufyrirtækja samkvæmt því sem segir í tilkynningu. Það eru markaðsstofur landshlutanna sem setja upp viðburðinn fyrir samstarfsfyrirtæki sín en tilgangur Mannamóts er að kynna ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni fyrir ferðaþjónustuaðilum, ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er meðal annars að vinna að dreifingu ferðamanna um landið allt og efla uppbyggingu heilsársferðaþjónustu. 

Metþátttaka

Um 180 fyrirtæki eru skráð á Mannamót 2016 og hefur þátttakan aldrei verið meiri og búist er við ríflega fimm hundruð gestum á viðburðinn sem haldinn verður í flugskýli flugfélagsins Ernis (vestan við Icelandair Hotel Natura) milli kl. 12 og 17, fimmtudaginn 21. janúar. Aðgangur er ókeypis.