Fimmtungi fleiri áætlunarferðir í desember

fle 860

Flugumferð um Keflavíkurflugvöll eykst líka hratt í jólamánuðinum og var hún nærri tvöfalt meiri núna en á sama tíma árið 2012. Flugumferð um Keflavíkurflugvöll eykst líka hratt í jólamánuðinum og var hún nærri tvöfalt meiri núna en á sama tíma árið 2012.
Ellefu flugfélög héldu uppi áætlunarflugi frá Keflavíkurflugvelli í desember síðastliðnum og samtals fóru vélar félaganna 997 ferðir héðan til útlanda og eru þá aðeins taldar áætlunarferðir. Sem fyrr er Icelandair langumsvifamesta flugfélagið hér á landi en líkt og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan þá dregst vægi félagsins jafnt og þétt saman milli ára þrátt fyrir fjölgun áfangastaða og ferða. Ástæðan er sú að WOW og easyJet hafa hlutfallslega aukið sín umsvif meira. Norrænu flugfélögin SAS og Norwegian halda sínum sætum á listanum yfir fimm stærstu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli.

Miklar breytingar á skömmum tíma

Í desember 2012 voru farin 548 áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli en þau voru 997 í síðasta mánuði samkvæmt talningum Túrista. Umferðin um flugvöllinn í þessum síðasta mánuði ársins hefur því nær tvöfaldast á þremur árum.