Fáðu innblástur fyrir Færeyjarreisu með því að skoða nokkrar fallegar myndir frá eyjunum.
Þau Alex Mazurov og Anastasia Glebova hafa verið á ferðalagi um norðvesturhluta Evrópu síðustu misseri og tekið myndir af fólki og náttúru. Myndasería þeirra um Færeyjar hefur meðal annars ratað í þýska vefritið Ignant. Þeir sem láta sig dreyma um ferðalag til nágranna okkar geta vafalítið fengið innblástur við að skoða þessa myndir en til Færeyja er flogið reglulega frá Reykjavíkurflugvelli með með Atlantic Airways og Flugfélag Íslands.
Þau Alex og Anastasia smelltu líka margsinnis af á ferðalagi sínu um Íslands og sérstaklega þegar þau voru viðstödd mjög fámennt brúðkaup.
Fínar myndir frá Færeyjum
