Nú verður hægt að fljúga beint til Búdapest

wizz budapest

Eitt stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu eykur umsvifsín verulega hér á landi í ár með flugi til tveggja nýrra áfangastaða. Eitt stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu eykur umsvifsín verulega hér á landi í ár með flugi til tveggja nýrra áfangastaða.
Síðastliðið sumar hóf ungverska lággjaldaflugfélagið Wizz Air að fljúga hingað til lands frá Gdansk í Póllandi og brátt fer félagið jómfrúarferð sína til Íslands frá Varsjá. Forsvarsmenn Wizz Air láta ekki þar við sitja því nú er hafin sala á sætum í áætlunarflug félagsins hingað frá Búdapest. Þar með verður í fyrsta skipti hægt að fljúga beint héðan til Ungverjarlands. Tamara Mshvenieradze, talskona Wizz Air, segir í svari til Túrista að það sé ánægjulegt að geta boðið Íslendingum beint flug til Búdapest enda hafi borgin upp á margt að bjóða. Sérstaklega fyrir þá sem vilja í stutta borgarferð. Ódýrustu farmiðarnir, aðra leið, kosta rúmlega 11 þúsund krónur (79.99 evrur) en við farþegar félagins þurfa einnig að borga fyrir töskur og stærri handfarangur.
Mshvenieradze útilokar ekki að Wizz Air bæti við Íslandsflug sitt í nánustu framtíð en félagið er eitt stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu og eru umsvif þess mest í mið- og austurhluta álfunnar. Fyrsta ferð Wizz hingað frá Búdapest er á dagskrá 27. mars og mun félagið fljúga þessa leið tvisvar í viku allt árið um kring.

Fylla í götin

Framboð á flugi héðan til A-Evrópu hefur ávallt verið mjög takmarkað og til að mynda flýgur Icelandair ekki til neinnar borgar sem áður var austan við járntjald. Vélar WOW fljúga hins vegar til höfuðstaða Póllands og Litháen. Í sumar hefst svo áætlunarflug AirBaltic hingað frá Riga í Lettlandi og til stóð að stærsta flugfélag Tékklands myndi hefja Íslandsflug frá Prag í ár en ekkert verður úr því. Aukin umsvif Wizz Air hér á landi auka því töluvert fjölbreytnina í leiðakerfi Keflavíkurflugvallar þegar horft er í austur.
VILTU FÁ TÚRISTAGREINAR OG FERÐATILBOÐ Í PÓSTHÓLFIÐ ÞITT? – SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU Í PARÍS